Skip to main content
European School Education Platform
Practice video

Stuðningur við nýja nemendur með flóttabakgrunn

Árið 2022 tók skóli númer 361 í Varsjá, Póllandi, á móti miklum fjölda nemenda frá Úkraínu með flóttabakgrunn. Í þessu myndbandi lærum við hvernig skólinn hefur tekið á móti þessum nemendum og hjálpað þeim að læra pólsku, starfa með nýjum skólafélögum og það sem mestu skiptir, finna fyrir öryggi.
General visual - Practice video

 

Skóli númer 361 í Varsjá, einn nýjasti skólinn í Varsjá. Á síðustu sex mánuðum hefur skólinn hýst eflaust mestan fjölda úkraínskra flóttamanna frá mismunandi stöðum þessa stríðshrjáða lands. Fyrir frí hýstum við fleiri en 200 nemendur sem þurftu að flýja stríðssvæðin. Hugmynd okkar þessa fyrstu mánuði var að setja þá á öruggan stað, veita þeim öruggan stað, ekki endilega til að læra, heldur aðallega til að lifa af.

 

Eftir fríið hafði ástandið breyst mikið, það kom í ljós að 80% nemenda hafði ákveðið að verða eftir hér í Póllandi í mánuði, jafnvel nokkur ár. Nú er verk okkar allt öðruvísi. Það er ekki bara öryggi heldur einnig aðlögun að pólska menntakerfinu. Við komum með ýmsar hugmyndir til að tryggja þeim almennilegt námsferli. Ein hugmyndanna er að vera með undirbúningsbekki, bekki sem veita þeim aðallega góða þekkingu í pólsku, sem er upphaf þess að vera í menntakerfinu okkar.

 

Þó að í byrjun sé hlutverk menningaraðstoðarmanns dýrmætt, þegar þú vinnur í þessum bekk þarftu að finna hvenær þér finnst nóg komið og færir menningaraðstoðarmanninn aðeins frá slíkri beinni vinnu í skólastofunni og gefur honum önnur verkefni svo að börnin byrji á náttúrulegan hátt að nota pólska tungumálið. Við viljum alls ekki slíta sambandi þeirra við menningu sína, hefðir og sögu. Það er alls ekki ætlun okkar.

 

Börn sem sett eru í almenna bekki, því við erum einnig með þannig börn, standa sig mun betur í að læra pólsku, því þau voru flest í undirbúningsbekknum á síðasta ári. Við lok ársins mælti kennarahópur með því að þessi börn yrðu sett í almenna bekki, því kunnátta þeirra í pólsku var þá þegar nógu góð og, að okkar mati, aðlöguðust þau afar vel að þessum bekkjum, þau standa sig vel þar.

 

Önnur hugmynd er að setja winstaka einstaklinga í pólska bekki. En með þeim fjölda, þetta eru tugir nemenda, er það bara ómögulegt. Því höfum við byrjað með alveg nýja hugmynd að fjölmenningarlegum bekkjum. Í þeim bekkjum eru 30-50% frá Úkraínu og hugmyndin reyndist vera algjör bylting. Það kom úr þessu að nemendurnir í þessum bekkjum geta átt samskipti á pólsku, ensku og úkraínsku og geta ekki aðeins aðlagast pólska menntakerfinu heldur koma með eitthvað annað inn í þetta pólska kerfi. Við erum því ekki aðeins að aðlaga þau að kerfinu, heldur erum við að aðlagast, við erum að aðlagast með þeim. Við erum að skapa nýtt menntakerfi, í raun, sameiginlegt pólskt-úkraínskt menntakerfi.

 

Að auki við hefðbundin námsverkefni sem þessi börn taka þátt í er það ákaflega mikilvægt, að okkar mati, að þau sem þurfa viðbótarhjálp fái slíkan stuðning með frístundaiðkun. Stundum eru það aukatímar í pólsku, því hver nemandi sem er innfluttur hefur rétt á þeim samkvæmt lögum, þ.e. tvær klukkustundir á viku af aukatímum í pólsku. Þetta er annar þáttur í að hjálpa börnum frá Úkraínu til að koma á tengslum vi[ pólsk börn svo þeim finnist þau örugg hér. Svo þau hugsi um þennan skóla eins og annað heimili, getum við sagt. Það er kannski of stórt orð en við vonum að þeim finnist þau örugg hér, róleg, að þau viti að þau geti reitt sig á hjálp alls staðar.

 

Additional information

 • Education type:
  School Education
 • Evidence:
  N/A
 • Funding source:
  N/a
 • Intervention level:
  N/A
 • Intervention intensity:
  N/A
 • Participating countries:
  Poland
  Ukraine
 • Target audience:
  Government / policy maker
  Head Teacher / Principal
  Student Teacher
  Teacher
  Teacher Educator
 • Target audience ISCED:
  Primary education (ISCED 1)
  Lower secondary education (ISCED 2)
  Upper secondary education (ISCED 3)

Tags

Inclusion
Language learning
Migrant students

Key competences

Citizenship
Cultural awareness and expression
Multilingual
Personal, social and learning to learn
Social and learning