Gæðamerki eTwinning eru veitt kennurum og nemendum þeirra fyrir störf þeirra í verkefnum sem byggð eru á almennum matsramma.
Evrópska gæðamerkið metur vinnu allra kennara og nemenda sem taka þátt í eTwinning verkefni.
eTwinning skólamerkið er veitt skólum sem eru virkir í að kynna gildi og kennslufræði eTwinning, eru viðmiðunarpunktur fyrir nærsamfélag sitt og fyrirmynd fyrir aðra skóla.
Evrópska tungumálamerkið eru verðlaun sem hvetja til þróunar á nýrri tækni og frumkvæðum á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu, sem og eflingu þvermenningarlegrar vitundar um alla Evrópu. Það er veitt verkefnum og öðrum framtökum á öllum sviðum menntunar og þjálfunar sem hafa hlotið styrki frá Erasmus+.
Sem hluti af Erasmus faggildingarkerfinu í lykilaðgerð 1 áætlunarinnar eru viðurkenndar stofnanir sem standa sig best á sviði fullorðinsfræðslu, starfsmenntunar og skólamenntunar sæmdar öndvegismerkjum fyrir innleiðingu hágæða hreyfanleikaverkefna.
Evrópuverðlaun eTwinning eru æðsti heiðurinn sem kennarar og nemendur geta fengið fyrir framúrskarandi störf í eTwinning.
Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu leggja áherslu á nýstárlegar kennslu- og námsaðferðir sem eru mótaðar sem hluti af evrópskum samstarfsverkefnum á sviði skólamenntunar og grunnstarfsmenntunar. Framtakið er byggt á Erasmus+ áætluninni.