Skip to main content
European School Education Platform

Siðareglur eTwinning

Siðareglur eTwinning

A. Grundvallarreglur

Allir eTwinnarar og viðburðir sem þeir standa fyrir, skilaboð, færslur, verkefni, efni og annað sem birt er á eTwinning svæðinu verða að fara eftir eftirfarandi grundvallarreglum, sem byggja á grundvallargildum og almennum meginreglum Evrópusambandsins.

 

- Án aðgreiningar. Skoðanir allra eru ávallt velkomnar og leyfðar innan þeirra marka sem þessar siðareglur kveða á um. eTwinnarar eru hvattir til að útvíkka eigin sjónarhorn, sýna öðrum menningarheimum virðingu og sýna aðgát í samskiptum gagnvart öðrum eTwinnurum sem taka þátt í viðburðum þeirra, verkefnum, hópum og tengslamyndun, bæði á netinu og í raunheimum. eTwinning leggur áherslu á skilning, hluttekningu og opinn hug gagnvart öðru fólki með það að markmiði að gera eTwinning samfélagið öruggt og laust við áreitni.

 

- Sýnið virðingu. . Þátttakendum í eTwinning ber að sýna virðingu í öllum samskiptum sín á milli. Virðing gagnvart öðrum og starfi þeirra á eTwinning og sú hugsun að góður vilji standi að baki athöfnum annarra hjálpar eTwinnurum að upplifa öryggi og finnast þægilegt að taka þátt í starfinu. Þetta bætir áhugahvöt og afköst þeirra. eTwinnarar eiga ekki að móðga eða gera lítið úr öðrum eða hvetja til ofbeldis á grundvelli kynþáttar, þjóðernis, þjóðaruppruna, trúar, kynhneigðar eða kyns, né gagnvart íbúum tiltekins lands, tilteknum hópum eða minnihlutahópum.

 

- Sýnið umburðarlyndi. . Óhjákvæmilegt er að fólk sé ósammála öðru hverju. Umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra er lykilatriði í samfélagi eTwinning. Mikilvægt er að leita uppbyggilegra úrlausna á deilum og ólíkum skoðunum, ávallt innan þeirra marka sem siðareglur þessar kveða á um. Í sumum tilvikum þarf fólk þó að vera sammála um að vera ósammála.

 

- Verið kurteis og vinsamleg í öllum samskiptum, einkum í fjarskiptum því þá er jafnvel enn meiri hætta á misskilningi. Kurteisi byggir á meðvitund um og sýndri virðingu fyrir tilfinningum annarra. Sem vinnusvæði er eTwinning svæði European School Education Platform staður á netinu þar sem eTwinnarar geta tjáð sig eðlilega og frjálslega, skipst auðveldlega á upplýsingum og hugmyndum og útskýrt hugmyndir sínar og hugsanir. Því þarf að sýna gagnkvæma virðingu í öllum slíkum samskiptum. Þetta krefst þess að við veljum orð okkar vandlega og sýnum aðgát við val á efni sem við birtum á viðburðum, í verkefnum, á fjarfundum og venjulegum fundum, í færslum okkar og skilaboðum.


B. Nokkrar reglur sem allir eTwinnarar verða að fara eftir

Til að auðvelda skilning á því sem er leyfilegt og ekki leyfilegt á eTwinning svæði netvangsins hefur eTwinning sett nokkrar reglur sem allir eTwinnarar verða að hlíta.

 

1. Engin notkun á eTwinning í viðskiptalegum tilgangi Stranglega er bannað að nota netvanginn í viðskiptalegum tilgangi. Öll fyrirtæki, verkefni, viðburðir eða hugbúnaður sem hafa viðskiptalegan tilgang verða fjarlægð og verður aðgangi þeirra að netvangnum lokað.

 

2. Engar beinar hótanir, einelti eða áreitni eTwinning líður ekki einelti eða áreitni. Verðir þú fyrir neteinelti eða einhver hótar þér á meðan þú notar eitthvert af eTwinning svæðunum (hvort sem þau eru opinber eða lokuð) skaltu tilkynna skilaboðin eða hafa samband við stuðningsstofnun þína. Þeir sem verða uppvísir að einelti eða áreitni í garð annarra notenda netvangsins verða bannaðir varanlega á eTwinning.

 

3. Hugverkaréttindi Hver sá sem hleður upp efni á netvanginn skal tryggja að efnið brjóti ekki í bága við hugverkaréttindi. Áður en þú deilir myndum, myndböndum, skjölum eða öðru efni skaltu ganga úr skugga um að þú hafir rétt til þess.

 

4. Að villa á sér heimildir eTwinnurum er óheimilt að þykjast vera einhver annar einstaklingur, eða þykjast tilheyra hópum/stofnunum sem þeir eru ekki fulltrúar fyrir, í þeim tilgangi að villa um fyrir, rugla eða blekkja aðra.

 

,b>5. Nemendur (ólögráða einstaklingar) eTwinning leggur ríka áherslu á að tryggja persónuvernd og öryggi nemenda. Forðastu að birta myndir af nemendum á eTwinning Live prófílnum, TwinSpace, Groups o.s.frv. Ef þú gerir það skaltu ganga úr skugga um að þú hafir samþykki frá ólögráða einstaklingi sem getur gefið samþykki, eða frá foreldri eða forráðamanni barnsins samkvæmt reglugerð 1725 , einnig að þú hafir gefið afrit af persónuverndarstefnunni (tengill) eða gengið úr skugga um að nemendur þekkist ekki á myndunum.

 

6. Einkaupplýsingar og viðkvæmar upplýsingar Hugleiddu vandlega efni sem þú birtir og varðar aðra. Deildu hvorki eigin einkaupplýsingum þínum né annarra eTwinnara, svo sem persónulegum símanúmerum eða heimilisföngum, greiðslukortaupplýsingum o.s.frv. né persónulegum myndum eða myndböndum. Hugsaðu þig alltaf um áður en þú birtir efni!


C. Netsiðir

 

eTwinnarar skulu ávallt sýna fagmennsku, kurteisi og virðingu í netsamskiptum sínum eins og þeir myndu gera í öðrum samskiptum. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um það sem notendur ættu og ættu ekki að gera.

 

1. Gætni og ábyrg hegðun við notkun innra skilaboðakerfis Forðastu að senda of mörg skilaboð til kennara sem þú ert ekki í samstarfi við. Áður en haft er samband við notanda þarf að athuga prófíl hans til að ganga úr skugga um að hann sé tiltækur í verkefni. Skilaboðin þurfa að eiga erindi við viðkomandi. Ekki senda nákvæmlega sömu skilaboðin til fleiri eTwinnara.

 

2. Ekki birta „ruslefni“ (e. spam) á spjallborðum Á umræðuvettvöngum á tengslasvæði European School Education Platform verða til þúsundir skilaboða. Gakktu úr skugga um að skilaboðin taki mið af efni þráðarins. Áður en nýtt efni er birt þarf að athuga hvort önnur tengd skilaboð séu þegar fyrir hendi og svara þeim. Hjálpaðu okkur að halda spjallborðunum hreinum til að bæta samstarfið!

 

3. Við færslur annarra skal aðeins birta athugasemdir sem koma málinu við og eru viðeigandiÞegar gerðar eru athugasemdir á prófíl einhvers annars þarf að ganga úr skugga um að þær sé komi notandanum við. Athugasemdir verða að vera ætlaðar einstaklingum og tengdar birtu efni viðkomandi notanda. Ekki skrifa sömu athugasemdina til fleiri notenda.

 

4. Forðastu handahófskenndar samskiptabeiðnir og boð í verkefni Forðastu að biðja eTwinnara um að vera á meðal tengiliða þinna eða um að taka þátt í verkefnum þínum án fyrri samskipta. Gættu þess að hafa eðlilegan og viðráðanlegan fjölda tengiliða á listanum þínum. Viljirðu fylgjast með uppfærslum annarra skaltu frekar nota til þess „follow“ möguleikann.

 

5. Hnitmiðuð boð í herbergi Forðastu að bjóða tengiliðum þínum í herbergi sem þú stjórnar nema þú sért viss um að viðkomandi samstarfsfólk geti tekið þátt. Handahófskennd boð í herbergi verða talin ruslsendingar.

 


D. Brot á siðareglum

 

Hvað geturðu gert ef þú telur að tiltekinn eTwinnari fari ekki eftir siðareglunum? Í stuðningssamfélagi okkar leggjum við okkur fram um að vernda fólk fyrir misnotkun á eTwinning, en sem virkt fjölhyggjusamfélag reiðum við okkur á að hver og einn eTwinnari hjálpi okkur að viðhalda jákvæðum anda og draga úr óþægilegum uppákomum. Því hvetjum við eTwinnara til að tilkynna um slík atvik þegar nauðsyn ber til.

 

Ef þú tekur eftir efni eða athugasemdum á spjallborðum eða í dagbókum, færð einkaskilaboð eða sérð efni sem þér finnst móðgandi, brýtur í bága við höfundarrétt eða þér finnst einfaldlega óviðeigandi skaltu nota tilkynningartakkann, sé hann fyrir hendi, en annars skaltu hafa samband við stuðningsstofnun þína og greina frá ástæðum tilkynningarinnar. Stuðningsstofnanirnar munu vinna úr skilaboðum þínum.

 

Hvað gerist ef einhver fer ekki eftir siðareglunum? Brot á ákvæðum þessara siðareglna getur leitt til þess að færslur eða efni sem viðkomandi eTwinnari hleður upp verði fjarlægt tímabundið eða varanlega, hvenær sem er og án fyrirvara. Í slíkum tilvikum er höfundum viðkomandi efnis og stuðningsstofnun þeirra gert viðvart og þeim gerð grein fyrir ástæðum þess að efnið hafi verið fjarlægt. Notendur sem hlíta ekki siðareglunum kunna einnig að verða bannaðir tímabundið eða varanlega á eTwinning.

 

Rísi ágreiningur tekur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins endanlega ákvörðun, en eTwinning starfar á þess vegum.

 

Updated on 13.12.22