Skip to main content
European School Education Platform
Label

eTwinning gæðamerki

Gæðamerki eTwinning eru veitt kennurum fyrir störf þeirra og einstaklingsbundin verk nemenda þeirra í verkefnum sem byggð eru á almennum matsramma.
Apply for label
Do you want to apply for a label? Join eTwinning today.
eTwinning National Quality Label image
Image: Certificate

Gæðamerki

 • Hefur eTwinning verkefnið þitt sameiginleg markmið og áætlun?
 • Er því lokið eða er það á lokastigi?
 • Hafa þú og nemendur þínir lagt ykkar af mörkum í öllum verkþáttum verkefnisins?
 • Hafa þú og samstarfsfélagar þínir skipulagt verkþætti sem vinna á í sameiningu?
 • Hefur þú haft gagnavernd og höfundarréttarmál að leiðarljósi?

Ef svarið er JÁ við öllum fimm kröfum, hvers vegna ekki að sækja um gæðamerki?
Öll verkefni eru metin með þessar fimm kröfur í huga. Til að koma til greina fyrir gæðamerki (landsbundið og/eða evrópskt) þarftu að fá a.m.k. lágmarksstig í öllum eftirfarandi undirkröfum: 

 • skipulag á samstarfi á netinu meðal nemenda úr samstarfsskólum 
 • val og notkun á UT (öll stafræn tækniverkfæri)
 • almenna persónuverndarreglugerðin (GDPR) og rafrænt öryggi.

Hvernig á að sækja um:

 • skráðu þig inn á eTwinning-svæðið í ESEP
 • farðu í „Verkefni“
 • finndu verkefnið þitt og smelltu á „Sækja um gæðamerki“
 • fylltu út í alla umbeðna reiti og sendu inn gögn um vinnu þína.

Þú getur farið eftir öllum skrefunum hér að ofan fyrir hvert verkefna þinna sem þér finnst eiga skilið gæðamerki, en þú getur ekki sent inn umsókn fyrir fleiri en fjögur verkefni á einu skólaári.


Athugaðu að aðeins fjögur fyrstu verkefni þín verða tekin til greina og þau metin af landskrifstofunni. Gakktu úr skugga um að velja verkefnin, sem þér finnst eiga skilið gæðamerki, vandlega.
Aðeins evrópsk verkefni (með stofnendum frá tveimur mismunandi löndum) geta sótt um innlend gæðamerki. Innlend verkefni (með stofnendum frá sama landi) geta ekki sótt um innlend gæðamerki, jafnvel þótt við þau bætist samstarfsaðilar frá öðrum löndum á síðari stigum.

 

Nytsamleg ráð

Skrifaðu allar upplýsingarnar fyrst í Word skjal og afritaðu síðan svörin og límdu á umsóknareyðublaðið. Þetta kemur í veg fyrir að þú tapir því sem þú hefur skrifað á eyðublaðið ef það tekur þig meira en 30 mínútur að fylla út! Gefðu meiri upplýsingar um þætti í verkefninu sem ekki eru sýnilegir, þar sem matsaðilar geta séð alla sýnilega þætti á TwinSpace-síðunni þinni.


Gæðamerkið er veitt kennaranum og það er persónulegt. Þó þú starfir með öðru starfsfólki í skólanum þínum að sama verkefni ætti hvert og eitt ykkar að sækja um gæðamerki og leggja fram hvernig einstaklingurinn hefur lagt sitt af mörkum til verkefnisins. Gæðamerkið er veitt kennurum sem lögðu sitt af mörkum til verkefnisins á virkan og sýnilegan hátt.

Hvers vegna að sækja um?

Gæðamerkið veitir:

 • áþreifanlegt mat út frá sameiginlegum kennslufræðilegum ramma;
 • tækifæri fyrir kennara til að bæta verkefnavinnu sína.

Hver veitir gæðamerkið?

Landskrifstofur í hverju landi meta umsóknir frá skólum fyrir landsbundin gæðamerki. Merki eru veitt allt árið, en hins vegar eru skilafrestir í sumum löndum fastir og því skaltu ganga úr skugga um að fá upplýsingar frá landskrifstofunni þinni um skilafresti í þínu landi. Þegar umsóknin hefur verið samþykkt eða henni hafnað mun landskrifstofan hafa samband við þig.

Skilyrði fyrir gæðamerki

Notaðu gátlistann hér fyrir neðan þegar þú skipuleggur og framkvæmir verkefnið þitt til að athuga hvort verkefnið uppfyllir skilyrði gæðamerkisins.

Samstarf á milli skóla:

 • samstarfsþættir eru meira en bara samskipti;
 • samstarfsskólar vinna saman að því að klára sameiginlega verkþætti;
 • samstarfsfélagar eru ekki aðeins viðtakendur upplýsinga;
 • samstarfsþættir gefa af sér áþreifanlega útkomu.

Notkun tækni:

 • tæknin er notuð til að hjálpa samstarfsfélögum að ná kennslufræðilegum markmiðum sínum;
 • verkfærin hjálpa félögum að starfa betur saman.

Kennslufræðileg nálgun:

 • verkefnið er frumlegt hvað varðar þema þess;
 • það notar úrval kennslufræðilegra aðferða;
 • nemendur eru þeir sem taka af skarið;
 • nemendur eiga samskipti við félaga sína og vinna saman með mismunandi aðferðum, eins og upplýsingasöfnun, lausnaleit, rannsóknum og samanburðarvinnu;
 • Nemendur leika mismunandi hlutverk sem listamenn, blaðamenn, tæknimenn, vísindamenn, leikarar o.s.frv.

Innleiðing í námskrá:

 • verkefnið er að finna í skólanámskránni og kennsluáætlunum;
 • meirihluti verkefnavinnunnar fer fram á skólatíma;
 • innleiðing námskrár í verkefnið er skýr;
 • verkefnastarfið leyfir nemendum að móta færni sína og kunnáttu;
 • kennslufræðilegur rammi sem byggður er á verkefninu hefur verið útskýrður og skráður af kennaranum.

Niðurstöður og skráning

Gakktu úr skugga um að:

 • niðurstöður verkefnisins séu kynntar á netinu;
 • nemendur taki þátt í TwinSpace-svæðinu;
 • öll skref verkefnisins séu skráð, þar á meðan skipulagning, lýsingar á verkþáttunum, mat og endurgjöf;
 • þú metir og birtir áhrif sem verkefnið hafði á nemendur og kennara sem tóku þátt í verkefninu;
 • þú notir gátlistann þegar þú skipuleggur og framkvæmir verkefnið þitt til að athuga hvort verkefnið uppfylli skilyrði gæðamerkisins.

 

Notaðu gátlistann við skipulagningu og framkvæmd verkefnisins til að athuga hvort verkefnið uppfyllir skilyrði gæðamerkisins.

Tags

Online learning
Migrant students
Pedagogy
Events

Key competences

Science
Mathematical
Technology and engineering
Social and learning
Personal