Skip to main content
European School Education Platform
Interview

Education Talks: Efling menntunar með samstarfi við nærsamfélög

Í nýjasta viðtali okkar segir Xavier Prats Monné, sérstakur ráðgjafi hjá „Teach For All“ frá áliti sínu á samstarfi á milli skóla og samfélags, þar á meðal hvaða áskoranir standa frammi fyrir skólum í þessu samhengi og hvernig hægt er að þróa sameiginlega forystu.
Education Talks

Halló, ég heiti Xavier Prats Monné og er ráðgjafi hjá „Teach For All“. „Teach For All“ er alþjóðlegt netkerfi stofnanna. Við erum í yfir 60 löndum og byggjum á mjög einfaldri hugmynd. Besta og hæfileikaríkasta unga fólkið í hverri kynslóð ætti að geta orðið kennarar, og bestu kennararnir ættu að fara í erfiðustu skólana.

 

Á þessum grundvelli ráðum við til okkar gáfað, áhugasamt ungt fólk, þjálfum það til að verða kennarar og sendum það til að kenna í tvö ár við bágstaddan skóla í þeirra landi. Þetta hefur breytt miklu fyrir þetta unga fólk sem fær að sjá áhrif menntunar með eigin augum, en líka fyrir skólana sem fær til sín fólk með áhuga og úrræði, og að lokum menntakerfi.

 

Varðandi það hvernig skólar geta orðið öflugri í nærsamfélaginu ...

 

Það snýst ekki svo mikið um hvernig þeir ættu að gera þetta sem endanlegt markmið, heldur hvernig skólar geta orðið hluti af samfélaginu. Hvers vegna? Svarið er einfalt, vegna þess að það er erfitt að ímynda sér skóla sem sjálfstæða, einangraða stofnun sem er aðskilin frá umhverfi sínu. Þess vegna er mjög mikilvægt að skólar starfi með samfélaginu að sömu hugmynd, sameiginlegri hugmynd um hvernig menntun börn þurfa og hvernig eigi að ná þessu fram. Auðvitað er auðvelt að segja að skólinn ætti að starfa með samfélaginu, en það er auðvitað ekki svo auðvelt og stundum eru margar hindranir.

 

Ein slík hindrun er sú að í mörgum tilfellum hindra reglur, venjur og lög skóla frá því að starfa utan eigin umhverfis og með samfélagi. Það er mjög lítið um úrræði hjá hefðbundnum skólum fyrir samstarf við samfélagið. En stærsta hindrunin kemur frá samfélaginu sjálfu. Margir skólar á illa stöddum svæðum eru með nemendur frá fjölmörgum þjóðernum, menningarhefðum og tungumálum. Stundum eru nemendurnir eða jafnvel fjölskyldurnar ekki vön eða hafa ekki úrræðin til að eiga samskipti við skólann. Þess vegna getur samstarf við samfélagið verið jafn stór áskorun og að geta orðið þátttakandi í samfélaginu í mörgum borgum og samfélögum.

 

Hvernig geta skólaleiðtogar boðið nýja hæfni velkomna í skólann og hvers vegna?

 

Það er auðvitað mjög mikilvægt að hafa sameiginlegan skilning á námsskrá fyrir heilt land, eða að minnsta kosti heilt svæði, vegna þess að við þurfum að vera skýr og hafa sameiginlega sýn með samfélaginu um hvað ungur einstaklingur ætti að hafa lært þegar hann lýkur skólagöngunni. Það er þó mjög mikilvægt að muna að raunveruleikinn getur verið afar frábrugðinn.

 

Þess vegna þurfum við að hafa skólaleiðtoga sem geta verið skapandi, geta tekið ákvarðanir um samfélagið og raunverulegar kringumstæður sínar. Þetta er mjög mikilvægt, því ef þetta er ekki hægt hefur það slæm áhrif á nemendur. Þessi slæmu áhrif ná líka til leiðtoga og skóla, vegna þess að hvernig getum við ráðið hæfa, áhugasama og góða leiðtoga ef við getum ekki fullvissað þá um að þeir geti verið skapandi, að þeir hafi frelsi til að aðlaga eigin hæfni og hæfni skólans og kennaranna.

 

Sameiginleg forysta og netkerfi ...

 

Sameiginleg forysta er mjög algengt hugtak hjá okkur í „Teach For All“, vegna þess að allt sem reynsla okkar segir okkur, í jafn ólíkum löndum og Bangladesh, Svíþjóð eða Úrúgvæ, er það sama: menntun snýst ekki bara um skólann. Það þarf mun meira en það og það er mikið vit í að tryggja að menntun sé ekki einkaframtak eins einstaklings, einnar stofnunar eða einnar opinberrar deildar, heldur sameiginlegt framtak. Til að umbætur í menntun geti virkað verður að virkja fjölmarga ólíka hluthafa með ólíka hagsmuni og forgangsatriði. Þetta er mögulega bölvun menntaumbóta samanborið við önnur stefnumál, en sýnir líka að menntun er svo mikilvæg fyrir samfélagið vegna þess að hún snertir svo margt fólk og stofnanir.

 

 

Additional information

  • Education type:
    School Education
  • Target audience:
    Government staff / policy maker
    Head Teacher / Principal
    Parent / Guardian
    Student Teacher
    Teacher
    Teacher Educator