Skip to main content
European School Education Platform
News item

Í átt að starfsmenntun og -þjálfun (VET) fyrir alla

Nemendamiðuð nálgun getur verið áhrifarík leið til að taka aftur á móti fólki sem hætti snemma í skóla og fólki sem er án atvinnu og ekki í námi eða þjálfun. Það er lykilatriði að kennarar í starfsmenntun og -þjálfun hafi réttu hæfnina til að gera þetta.
Vocational students learning
Cedefop / Peter Mayr

Kynt aftur undir löngun til að læra

 

Hvatning til að læra er nauðsynleg til að taka aftur á móti fólki sem hætti snemma í skóla. Margt þeirra hefur náð ófullnægjandi árangri í fortíðinni sem gróf undan trausti þeirra á eigin getu eða menntun.

Til að byggja þetta traust upp aftur þurfa kennarar að búa yfir kennsluhæfileikum og þverfaglegri kunnáttu.

  • Samskipti og virk hlustun: samúð og skilningur gagnvart fólki sem hætti snemma í skóla og virk hlustun á það hjálpar því að uppgötva aftur gleymda hæfni og möguleika.
  • Nemendamiðuð kennsla: hvatning til liðsvinnu á meðal nemenda; notkun á skapandi og öðruvísi kennsluaðferðum sem virkja nemendur í listum, íþróttum og/eða verkefnum úti í náttúrunni; þátttaka nemenda í vali á kennsluaðferðum eykur áhuga þeirra.
  • Félagslegur og sálrænn stuðningur: ófullnægjandi viðbrögð við félagslegum og sálrænum vandamálum geta leitt til snemmbúins brottfalls úr skóla. Kennarar þurfa að kunna nútímalegar aðferðir og nálganir til að bjóða upp á árangursríkan félagslegan og sálrænan stuðning út allt námsferlið.
  • Umsjón með fjölbreytileika: námsumhverfi í skólum og starfsstöðum eru oft með fjölbreyttan hóp nemenda vegna fólksflutninga og flæðis á milli landa; nemendur sem eru flóttafólk eða hafa öðruvísi hæfni, menningarlegan bakgrunn og námsörðugleika þurfa sérstaka athygli.
  • Stafræn og græn kunnátta: þessa kunnáttu er nauðsynlegt að uppfæra til að kennarar geti hjálpað nemendum að halda réttum hraða og aðlaga sig að stöðugum breytingum í samfélaginu.

 

Finna má fleiri inngripsaðferðir í  VET úrræðum Cedefop til að sporna við snemmbúnu brottfalli úr skóla.

 

CEDEFOP illustration

© Cedefop

 

Stuðningur við fólk sem er án atvinnu og ekki í námi eða þjálfun til að taka þátt í VET verkefnum.

 

Þessi skilgreining á við um ungt fólk sem er ekki með atvinnu eða formlega menntun eða þjálfun. Þessi hópur er mjög fjölbreyttur en hefur eitt aðalkappsmál: að geta tekið aftur þátt í félagslífi og atvinnulífi. Þetta er aðalmarkmið VET verkefna sem eru ætluð þessum hópi.

Kennarar þeirra verða að fá þjálfun til að skilja sérstakar þarfir og eiginleika hvers prófíls innan þessa hóps. Einstaklingsbundinn stuðningur og aðgreind kennsla hjálpar fólkinu í þessum hópi að ná námsmarkmiðum óháð upphafspunktum þeirra.

Fólk í þessum hópi lýsir oft óánægju með formlega menntun, það á að hvetja það til að tjá skoðanir sýnar óhindrað og bjóða því upp á aðrar leiðir til að finna hvatningu til að hefja nám aftur. Kennarar þurfa hæfni til virkrar kennslu og fá nemendur til að taka þátt í hópavinnu, námi í gegnum upplifanir og öðrum nemendamiðuðum verkefnum.

Það er mikilvægt að greiða fyrir leiðum til að hefja atvinnu, kennarar eru oft þeir fyrstu sem fólk í þessum hópi biður um hjálp við leit að starfi eða þjálfun. Heildræn nálgun styrkir tengslin á milli VET verkefna og atvinnumarkaðsins og tryggir samstarf á milli VET kennara, starfsráðgjafa og sérfræðinga á atvinnumarkaðnum.

Farðu á VET úrræði til að aðstoða fólk sem er án atvinnu og ekki í námi eða þjálfun til að fá að vita meira um ólíka prófíla innan þessa hóps og inngripsaðferðir.

Taktu þátt í samfélagi Cedefop fulltrúa og hjálpaðu okkur að takast á við snemmbúið brottfall úr menntun og þjálfun og stuðla að VET fyrir alla.

 

Anthie Kyriakopoulou, Cedefop, VET for youth – teymi kennara og þjálfara

 

Additional information

  • Education type:
    Vocational Education and Training
  • Target audience:
    Government staff / policy maker
    Head Teacher / Principal
    Higher education institution staff
    Not-for-profit / NGO staff
    Student Teacher
    Teacher
    Teacher Educator
  • Target audience ISCED:
    Upper secondary education (ISCED 3)