Skip to main content
European School Education Platform
Practice article

Hvað virkar til að bjóða flóttafólk velkomið í evrópskar skólastofur

Sífellt fleiri evrópskar skólastofur taka á móti úkraínskum fjölskyldum og börnum þeirra, sem þýðir meiri menningar- og menntafjölbreytni í skólum okkar. Evrópsk verkfærakista fyrir skóla býður upp á vandlega valin tilföng fyrir kennara, fagfólk, stjórnendur, fjölskyldur og stefnumótendur, þar á meðal árangursríkar, inngildar aðferðir fyrir menntun flóttafólks og innflytjenda.

Aðferðir til inngildingar nemenda með flótta- og innflytjendabakgrunn

Áætlunin Including Children Affected by Migration (ICAM) bætir námsgetu barna sem verða fyrir áhrifum fólksflutninga og eflið hugtakið „convivencia“ (lifað í sátt og samlyndi) í skólum með því að vekja athygli á þeim réttindum sem þau eiga rétt á og með því að veita viðbótarstuðning fyrir félagslegt og tilfinningalegt nám þeirra og vellíðan.

Á netvangi finna kennarar þjálfunarnámskeið með hagnýtum verkefnablöðum, eins og að deila ljúfum orðum eða leika sér með hljóð og aðstoða við heimavinnu. Áætlunin hefur þróað leiðbeiningar, tilfangapakka og þjálfunarsmiðjur fyrir skóla víðsvegar um Evrópu til að hjálpa þeim að taka á móti úkraínskum börnum. ICAM skapar samfélög skóla um alla Evrópu og veitir þeim þann skilning og úrræði sem þarf til að taka á móti CAM börnum í skólastofum okkar.

Æfingarnar Interactive Groups (gagnvirkir hópar) og Dialogic Literary Gatherings (samræðuhópar um bókmenntir) voru báðar þróaðar undir ramma samræðunáms. Gagnvirkir hópar gerast í skólastofum þar sem nemendum er raðað í litla og blandaða hópa með leiðbeinanda sem eflir samskipti til að framkvæma sameiginlegt verk.

Samræðuhópar um bókmenntir byggjast á samvinnu, þ.e. uppbyggingu með samskiptum og jafnréttissamræðum milli fjölbreytts fólks um bestu bókmenntir mannkyns. Markmið þeirra er að skilja ritaðan texta og umbreyta samræðuathöfnum og vönduðum samskiptum sem skapast bæði við mótun æðri sálfræðilegra ferla og sköpun hugsana, tilfinninga og algildra gilda hjá mannfólki, eins og félagslegu réttlæti, samstöðu, vináttu og ást. Hægt er að skoða þetta myndband sem dæmi um hvernig á að útfæra þá.

INCLUD-ED bókin um árangursríkar kennsluaðferðir veitir yfirlit yfir bæði gagnvirka hópa og samræðuhópa um bókmenntir, sem og margar aðrar árangursríkar aðferðir til að bjóða nemendur með flótta- eða innflytjendabakgrunn velkomna í skólastofuna. Í bókinni eru einnig tillögur um frekari stefnu og starfsvenjur.

Skrifleg tilföng fyrir inngildingu nemenda með flótta- eða innflytjendabakgrunn

Netnámskeið Evrópsku verkfærakistunnar fyrir skóla, Welcoming newly arrived refugees in the classroom beinist að því hvernig fjölbreytileiki getur verið jákvæður kostur fyrir skólastofuna og hvernig hægt er að mæta flóknum menntunarþörfum innflytjendabarna. Á netnámskeiðinu eru verkefnin CHILD-UP og MiCREATE sem bæði beinast að inngildingu innflytjenda í menntastofnanir.

CHILD-UP miðar að því að veita skólum, félagsþjónustu, móttökumiðstöðvum, mennta- og miðlunarstofnunum og stefnumótendum þekkingu á samræðuaðferðum sem geta stutt fagfólk sem vinnur með innflytjendabörnum með því að rannsaka aðlögunarstig innflytjendabarna í Evrópu og félagslegar aðstæðuar þeirra, með það að meginmarkmiði að leggja til nýstárlega nálgun á að bæta þær aðstæður.

MiCREATE leggur áherslu á barnamiðaða nálgun með því að rannsaka samtíða aðlögunarferla innflytjendabarna. Markmið verkefnisins er að efla sjálfræði, þátttöku og vellíðan innflytjendabarna, meta áhættu betur og koma til móts við sérstakar þarfir innflytjendabarna í gistisamfélögum. MiCREATE hefur gefið út ýmsar skýrslur og skjöl til að aðstoða kennara við að samlaga nemendur að skólastofunni, þar á meðal handbók um fjölmenningu í skólum fyrir kennara og verkfærið Digital Storytelling Tool.

Evrópsk verkfærakista fyrir skóla býður upp á mörg fleiri tilföng um menntun flóttafólks og innflytjenda, eins og:

E-COURSE:

https://www.schooleducationgateway.eu/en/pub/resources/toolkitsforschools/detail.cfm?n=29504

RefugeesWellSchool:

https://www.schooleducationgateway.eu/is/pub/resources/toolkitsforschools/detail.cfm?n=29212

SHARMED:

https://www.schooleducationgateway.eu/is/pub/resources/toolkitsforschools/detail.cfm?n=29204

Promoting the Integration of Migrants and Refugees in and through Education:

https://www.schooleducationgateway.eu/is/pub/resources/toolkitsforschools/detail.cfm?n=26864

Bilingual Supportive Material for Migrant Children in Europe (AVIOR):

https://www.schooleducationgateway.eu/is/pub/resources/toolkitsforschools/detail.cfm?n=26844

Support for Empowerment and Integration of Refugee Families (SOFIE):

https://www.schooleducationgateway.eu/is/pub/resources/toolkitsforschools/detail.cfm?n=26804

Additional information

  • Education type:
    School Education
  • Evidence:
    N/A
  • Funding source:
    EU
  • Intervention level:
    N/A
  • Intervention intensity:
    N/A
  • Participating countries:
    Belgium
  • Target audience ISCED:
    Primary education (ISCED 1)
    Lower secondary education (ISCED 2)
    Upper secondary education (ISCED 3)