Skip to main content
European School Education Platform
eTwinning Kit

Myth’arts: goðsagnir í list og bókmenntum

Þetta verkefni snýst um nám á klassískri goðafræði frá listrænu sjónarhorni og blandar saman bókmenntum, málaralist, sögu og tónlist. Tilgangur verkefnisins er að vekja vitund á klassískri menningu og vekja áhuga á hinum klassíska heimi og um leið móta vitund um að tilheyra Evrópu. Nemendurnir munu skoða mismunandi goðsagnir í alþjóðlegum hópum og búa ýmislegt til í sameiningu, eins og hlaðvörp, raftímarit o.s.frv. til að deila því sem þeir hafa lært saman.

Objectives
Objectives
● Að hitta aðra evrópska nemendur og kennara sem eru að læra latnesku og/eða grísku. ● Að uppgötva gildi klassískra róta okkar sem grunn til að stuðla að og þroska evrópskan þegnskap. ● Að kynna upplýsinga- og fjarskiptatækni í bekkjunum. Að auka vitund um viðveru klassískrar arfleifðar í evrópskri menningu Samskipti á klassískum og nútímatungumálum. ● Mótun á sköpunargáfu og gagnrýninni hugsun.
Show more
Introduction of partners
Introduction of partners
Til að hvetja til góðrar samvinnu virkar þetta verkefni best ef unnið er í alþjóðlegum hópum. Fyrsta skrefið er að kennarar í hverjum bekk útskýri heildarhugmyndina fyrir sínum bekk. Hver nemandi velur þrjá nemendur frá hinum skólunum og skrifar kveðju á notandasíðuna þeirra eða með einkapósti, helst á samskiptatungumáli sem sammælst hefur verið um. Nemendur hlaða síðan upp mynd/notandamynd af sjálfum sér á TwinSpace. Þeir skrifa líka stutta lýsingu á sjálfum sér. Nemendur spila leik þar sem hver nemandi velur mynd af að minnsta kosti einum nemenda frá hinum þátttökuskólunum. Þeir reyna síðan að finna út hvaða lýsing passar við myndirnar. Þegar þeir hafa fundið rétta fólkið mynda þeir hóp. Fjöldinn í þessum blönduðu hópum fer að sjálfsögðu eftir fjölda þátttökuskóla, en helst ætti hann að vera á milli fimm og sex. Hver hópur getur síðan valið nafn á hópinn sinn. Fyrsta skrefið hér er að meðlimir hópanna kynnist hver öðrum. Hóparnir velja hvað þeir vilja læra um, t.d. guð/gyðju, goðsögn og málverk sem táknar bæði. Þetta er hægt að gera með því að nota umræðusvæði og/eða myndfundi, sem gerir öllum kleift að finna sinn stað og vinna saman í sínum hópi, og einnig að kynnast hvert öðru. Vinnan er gerð auðveldari með því að setja samræmingaraðila hjá bæði kennurum og nemendum, sem auðveldar stjórnun, dreifingu og skipulagningu á mismunandi verkþáttum innan hvers hóps.
Show more
Orientation
Orientation
Tilgangur þessa verkefnis er að samþætta það inn í venjulegar námsgreinar. Hægt er að gera verkþætti verkefnisins, innihald og vinnu samhæfð daglegri kennslu og gera kennaranum kleift að stuðla að mótun lykilhæfni og þverfaglegu innihaldi sem er í námskránni. Verkefnið einblínir á að skoða gríska og latneska siðmenningu í sögulegu, félagslegu, stjórnmálalegu, trúarlegu og listrænu samhengi. Það er sérstaklega mikilvægt að skoða goðafræði, þar sem hún hefur haft afgerandi áhrif á sköpun vestrænna bókmennta og listrænnar ímyndunar. Þetta er hægt að nálgast á ýmsan hátt. Fyrsti verkþátturinn fyrir hvern hóp er að velja nafn sem byggist á klassískri goðsögn eða goði/gyðju og hanna myndmerki sem endurspeglar nafnið. Aðrar tillögur að verkþáttum eru eftirfarandi ● Velja klassískt goð og skrifa Europass ferilskrá fyrir það ● Velja, rannsaka og greina listaverk með klassísku þema. Nemendur geta skrifað niðurstöður sínar til dæmis í Padlet ● Búa til áskorun í Kahoot með spurningum um klassískt þema ● Nemendur í alþjóðlegum hópum kjósa um viðburð í kringum goð sem þeir velja. Þeir skipuleggja sig síðan og gera rannsóknir til að búa til kynningu/hlaðvarpsþátt um valda goðsögn og listrænar birtingarmyndir hennar ● Þróa raftímarit með niðurstöðum allrar rannsóknarinnar
Show more
Collaboration
Collaboration
Góð samskipti skipta mestu máli ef verkefnið á að heppnast sem best. Í þessu samhengi veitir TwinSpace og allir möguleikar þess (umræðusvæði, TwinBoard, atkvæðagreiðsla) góðan stuðning og auðveldar samskipti. Sem dæmi um verkþátt hér er endursköpun á listaverki með goðsagnarkenndu þema sem byggist á áskorun Getty Museum safnsins. Nemendur velja listaverk sem táknar sögu eða persónu úr grísk-latneskri goðafræði. Þeir endurskapa svið og búninga upprunalega leikverksins og taka mynd. Þeir kjósa svo eftirlætis endursköpunina. Hægt er að auðvelda samvinnu á milli alþjóðlegu hópanna á eftirfarandi vegu: að búa til samnýtt skjal þar sem unnið er að sameiginlegri framleiðslu, eins og hlaðvarpsþætti um dag í lífi goðs sem þeir hafa valið, sameiginleg kynning á valinni goðsögn eða lokaútgáfa og framleiðsla á raftímariti.
Show more
Evaluation & Assessment
Evaluation & Assessment
Hafa þarf tvö atriði í huga í þessu verkefni - og öðrum verkefnum. Annað er mat á þekkingu og hæfni sem nemendur öðlast, og hitt er mat á verkefninu sjálfu til að læra hvað heppnaðist vel og hvað þarf að bæta í framtíðinni. Mismunandi áskoranir sem notaðar eru meðan á verkefninu stendur geta auðveldað nám nemendanna og haldið áhuga þeirra og þátttöku gangandi. Notkun á stafrænum verkfærum á TwinSpace vettvanginum er ómetanleg í öflun og fullnustu verkefnisins, en mannleg samskipti í formi myndfunda á milli nemenda og kennara er engu að síður mikilvæg, sérstaklega til að halda uppi áhuga og styðja notkun á stafrænum verkfærum á viðeigandi og ígrundaðan hátt. Ein aðalleiðin til að tryggja kunnáttu og hæfni nemenda er að fá hvern og einn nemanda til að búa til einhvers konar kynningu á efninu sem framleitt var meðan á verkefninu stóð. Hægt er að framkvæma mat á verkefninu með neteyðublaði sem er sent til nemenda og kennara og, ef við á, einnig til foreldra. Niðurstöðunum er síðan safnað saman og þær greindar svo hægt sé að taka þær til greina við endurskoðun og greiningu á verkefninu. Miðlun verkefnisins og niðurstöðum þess - vefsvæði hverrar stofnunar - samfélagsmiðlar: YouTube, Facebook, blogg ... (sbr. miðlunarsíða á Twinspace svæðinu) - Áskorun Getty Museum safnsins gerði það mögulegt að miðla verkefninu og tryggja þátttöku allra nemenda- og kennarahópa frá mismunandi stofnunum - Þátttaka annarra nemenda sem ekki voru beinir þátttakendur í verkefninu gerðu verkefnið og eTwinning vel þekkt í sínum skólum.
Show more
Follow up
Follow up
Skráning verkefna er afar mikilvæg ef þau eiga að heppnast vel og þetta verkefni er frábært dæmi um hvernig hægt er að skrásetja verkefni með því að búa til samantektarskjal sem er öllum samstarfsaðilum aðgengilegt. Hægt er að miðla verkefninu og niðurstöðum þess á vefsvæðum hvers þátttökuskóla og eins á samfélagsmiðlum. Ein besta leiðin er að velja hvaða vinnusíðu á TwinSpace svæðinu ætti að gera opinbera, eins og niðurstaða rannsóknar nemenda í þessu verkefni. Þátttaka í aðgerðum eins og áskorun Getty Museum safnsins gerir miðlun verkefnisins mögulega og tryggir þátttöku allra nemenda- og kennarahópa þátttökuskólanna.
Show more

Additional information

  • Age from:
    14
  • Age to:
    16
  • Difficulty:
    Intermediate