Skip to main content
European School Education Platform
eTwinning Kit

Dýravinir í dýravænum heimi

Þetta verkefni miðar að því að dýpka þekkingu nemenda á dýraríkinu. Þeir kynnast algengustu dýrategundunum sem finnast í þeirra landi og þeir kunna að vinna að hönnun á dýravænu hverfi. Meðan á verkefninu stendur dýpka nemendurnir þekkingu sína á líkamlegum einkennum, heilsu, fóðrun og lifnaðarháttum dýra. Með rannsóknum verða þeir betur upplýstir um réttindi dýra og lífskjör dýranna í þeirra eigin landi.

Objectives
Objectives
• Að auka vitund nemenda á vandamálum sem dýr í mismunandi löndum standa frammi fyrir. • Að þróa næmi og væntumþykju á dýraríkinu. • Að þroska tungumálafærni. • Að styrkja kunnáttu nemenda í upplýsingatækni. • Að bæta samstarfshæfni þeirra, úrlausn vandamála og framtakssemi. • Að skapa nýjar vináttur með evrópskum jafningjum.
Show more
Introduction of partners
Introduction of partners
Fyrstu skrefin eru að kennarar og nemendur kynna sig og skólann sinn á TwinSpace. Hægt er að gera þetta á marga vegu, á umræðusvæðinu eða á TwinBoard, með því að hlaða upp notandamynd eða stuttu myndbandi af sér o.s.frv. Kennararnir búa svo til leik í Kahoot sem allir nemendur spila til að læra reglurnar sem á að fylgja ef þeir finna yfirgefið dýr. Þessar reglur eru nytsamlegar allt árið þar sem nemendur verða beðnir meðan á verkefninu stendur um að „hjálpa dýri í neyð“ - eða „Do a good deed for an animal in need“. Eftir því sem verkefnið þróast er nemendum skipt í alþjóðlega hópa og hver hópur getur búið til hugkort, til dæmis með heitum á mismunandi dýrum. Af þessu hugkorti velja nemendur dýr sem þeir vilja vinna með þegar þeir fara í gegnum verkefnið.
Show more
Orientation
Orientation
Allir meðlimir hópsins vinna saman að sömu verkþáttunum og kennararnir halda sambandi daglega með tölvupósti, á TwinSpace og í WhatsApp grúppu. Hægt er að skipuleggja vinnuna á eftirfarandi hátt: Fyrsta önn: 1. September: Skólar og kennarar kynna sig og skóla sína á TwinSpace og skipuleggja myndmerkjakeppni fyrir þema verkefnisins. Kennarar kynna TwinSpace svæðið fyrir nemendunum og kenna þeim hvernig eigi að nota verkfæri þess fyrir samskipti og samvinnu. 2. Október - desember: Kennarar búa til hugkort með dýraheitum sem nemendur stinga upp á. Út frá þessu kjósa nemendur dýrin sem þeir vilja setja í verkefnið og vinna með út allt árið. Tafla yfir alþjóðlega nemendahópa er birtur á TwinSpace svæðinu. Nemendur vinna í sínum hópum, hver hópur með mismunandi dýr. Þeir leita að alls kyns upplýsingum og rannsaka þar á meðal dýraréttindi og þau vandamál sem dýrin í löndum þeirra glíma við. Önnur önn 3. Janúar - febrúar: Kennararnir skipuleggja heimsóknir fyrir nemendur í hesthús, dýrahótel, dýraathvörf og aðra staði. Nemendurnir taka viðtal við sérfræðing, dýralækni eða annan aðila. Heimsóknirnar eru skráðar og birtar á TwinBoard 4. Mars - maí: Nemendurnir hanna hugmyndir sínar að dýravænum bæ og nota texta, teikningar, myndbönd, veggspjöld og aðra miðla. Þeir búa til heimildamynd eða -rit og deila þannig hugmyndum sínum. Tillögur að öðrum aðgerðum gætu verið: • Teikning á slagorði „DÝR = VINUR“, og hlaða teikningunum síðan á TwinBoard. • Skipuleggja keppni þar sem nemendur kynna heimildamynd eða -rit um hvernig þeir hjálpuðu dýrum. Sigurskólarnir geta fengið plagg sem „Dýravænir skólar“ og sýna merkið í kennslustofunni, ganginum eða fyrir utan skólann.
Show more
Collaboration
Collaboration
Allt verkefnið er byggt á framúrskarandi samskiptaaðferðum og samstarfi. Áður en verkefnið hefst verða kennararnir að vinna saman að undirbúningi áður en skólaárið hefst – hugmyndavinna, tillöguskipti, þróun á skóladagatali, söfnun á netföngum o.s.frv. Meðan á verkefnavinnunni stendur þurfa kennararnir að deila ábyrgð og verkum með því að búa saman til TwinSpace svæði og samræma vinnu nemendanna í verkefninu. Kennararnir ættu að samræma aðgerðir sínar á umræðusvæði verkefnisins og þurfa að vera oft í samskiptum í gegnum þær rásir sem þeir kjósa – TwinSpace, WhatsApp grúppu o.s.frv. – til að samþykkja og samræma vinnuna. Upphaflega verkefnið átti sér stað meðan á skólalokunum vegna heimsfaraldursins stóð, og því voru miklar breytingar gerðar á verkefninu. Taka þarf til greina margar samvinnuaðgerðir fyrir þetta verkefni. Til dæmis geta nemendur búið til sameiginlega síðu og TwinBoard þar sem þeir kynna sig hver og einn eða í hópum, kynna tillögur sínar að myndmerki verkefnisins í sameiginlegri innsendingu og kosið það besta með því að nota verkfæri eins og Padlet eða Popplet fyrir hugkort. Til að fylgja þessu geta nemendur unnið hugmyndavinnu að hvaða dýrum þeir vilja rannsaka og kjósa til dæmis tíu. Hver alþjóðlegur hópur velur eitt af þessum tíu, sem þeir geta síðan rannsakað og skrifað um í sameiginlegri rafbók, sem þeir geta búið til í verkfærum eins og Storyjumper. Önnur verk sem hóparnir geta unnið saman að er hönnun á bæ sem byggður er í kringum dýravænt umhverfi. Hægt er að gera vinna þetta verk með því að nýta ýmsar námsgreinar – landafræði, líffræði, stærðfræði, listir o.s.frv. Ítarlegra verkefni væri að búa til sameiginlega heimildamynd eða -rit um verkefnið og alla verkþættina innan þess og gefa út. Lokaútkoma verkefnisins ætti að sýna samtvinnað framlag og samvinnu nemenda frá mismunandi samstarfsskólum á skýran hátt.
Show more
Evaluation & Assessment
Evaluation & Assessment
Hægt er að leggja mat á svona verkefni á ýmsan hátt. Ein nálgun er að senda markvissa könnun á bæði kennara og nemendur til að meta hvað virkaði vel, hvað þarf að bæta og hvað þátttakendur lærðu meðan á verkefninu stóð. Einnig væri hægt að búa til aðskilda könnun fyrir foreldra til að fá álit þeirra um þátttöku barnsins þeirra í verkefninu. Niðurstöður kannana eins og þessara auðvelda skipulagningu verkefna í framtíðinni. Mat gæti farið fram í formi umræðu í gegnum myndspjall með kennurum og nemendum. Einnig eru kennarar meðvitaðir um þegar nemendur hafa lært fullkomlega á netverkfærin, lært í gegnum samvinnu og bætt tungumálahæfni sína og stafræna færni. Sýnilegar niðurstöður gætu til dæmis verið uppsetning á hreiðurkössum og fuglafóðurgjöfum í kringum skólann.
Show more
Follow up
Follow up
Nauðsynlegt er að skráning verkefnis sé traust og óslitin svo að það gangi sem best og ráðlegt er að við gerð áætlunarinnar sé innifalin ítarleg mánaðaráætlun yfir verkþætti ásamt skiladögum. Hægt er að miðla verkunum á eftirfarandi hátt: • Í eTwinning horni við inngang skólanna • Á skólavefsvæðum • Á eTwinning viðburðum í skóla og nærsamfélagi • Í bloggi, svo að allir nemendur, kennarar og skólastarfsfólk, foreldrar og almenningur allur geti séð verkefnin • Á TwinSpace svæðum með útgáfu á síðum sem sýna skráningu heildarverkefnisins frá áætlanagerð til mats og allra verkþátta nemenda.
Show more

Additional information

  • Age from:
    8
  • Age to:
    15
  • Difficulty:
    Intermediate