Skip to main content
European School Education Platform
News item

eTwinning: Evrópuverðlaun 2024

Við óskum vinningshöfum eTwinning-Evrópuverðlaunanna 2024 til hamingju.
Visual reading European prizes 2024, showing an award.

Það er okkur ánægja að birta listann yfir vinningshafana í aldursflokkunum fimm, frá 1.284 verkefnum sem voru lögð inn. Þessi verkefni eru frábær dæmi um samstarf og sýndu framúrskarandi árangur. 

Til hamingju allir vinningshafar og þau sem lentu í öðru sæti!

 

Aldursflokkur 6 ára og yngri

Þetta vinningsverkefni nýtti sér þverfaglega nálgun og blandaði saman list og vísindum. Það sýndi fram á öflugt samstarf á milli þátttakendanna og nýtti getu og áhugasvið ungu nemendanna.

Markmiðið með þessu verkefni var að efla vitund í samfélögum skólanna sem tóku þátt um félagsleg og umhverfisleg vandamál á þeirra svæði Markmiðið var að auðga hugræna og félagslega vellíðan nemendanna, sem tóku þátt í athöfnum með ólíkum hagsmunaaðilum.  

 

Aldursflokkur 7–11 ára

Þetta vinningsverkefni snýst um ferðalag lítils kolkrabba sem kallast eTwinfish og hafði það að markmiði að efla vitund um meðtalningu, samkennd, þekkingu og jafningjasambönd. Það hvatti til samræðna um málefni sem tengjast umhverfismengun og ýtti undir hópnám í skólateymum, m.a. með jafningjafræðslu og hlutverkaleik. 

Þetta verkefni snerist um kunnáttu í fyrstu hjálp og þekkingu á sjálfbærni. Það tengdi saman verkefni og aðferðir sem bæta sjálfstæði og ákvarðanatöku nemenda.

 

Aldursflokkur 12–15 ára

  • Vinningshafi: Oceans (Höfin)

Í þessu vinningsverkefni unnu nemendur saman á milli landa að málefnum sem tengjast 14. markmiði SÞ um sjálfbæra þróun, „Líf í vatni“. Verkefnið notaði margvísleg verkfæri til að búa til fræðandi leiki um hafið. Nemendur tóku viðtöl við hagsmunaaðila og sköpuðu áhrifaríkt efni, m.a. myndband í kringum ferðalög.

 

Í þessu verkefni völdu nemendur málefnin sem þeir vildu vinna við og tóku þátt í hópverkefnum, m.a. við að búa til spennandi hlaðvarpsþætti um ýmis áhugamál, t.d. tónlist og íþróttir.

 

Aldursflokkur 16–19 ára

Í þessu sigurverkefni voru notaðar kennsluaðferðir sem byggðust á leikjum til að kenna stærðfræði. Fyrst unnu nemendur saman í innlendum liðum sem bjuggu til hluta af stórum stafrænum þrautaleik. Síðan mynduðu þeir alþjóðleg lið og leystu glæpinn í leiknum með því að leysa stærðfræðigáturnar. Í lokin bjuggu nemendurnir til almenna dulkóðunaraðferð með reikniriti.

Í þessu alþjóðlega verkefni unnu nemendur frá Frakklandi og Spáni saman með því að nota tungumál hvors annars. Nemendur tóku að sér hlutverk leiðbeinenda og hjálpuðu hver öðrum að æfa sig í hinu tungumálinu með því að skrifa saman uppskáldaða ferðadagbók. Þeir unnu saman á fundum og á spjallborði á netinu.

 

Starfsmenntun og þjálfun (IVET)

Þetta IVET-málefni lagði grunninn að öflugu samstarfi á milli þátttökuskóla í gegnum netfundi og sameiginlegt kennsluefni, til að tala um ranghugmyndir í kringum þá skoðun að tilbúin efnasambönd séu skaðlegri en náttúruleg efnasambönd.

 

Kynntu þér vinningsverkefnin á TwinSpace-svæðum þeirra og fylgstu með verðlaunahátíðinni í september!

Additional information

  • Education type:
    Early Childhood Education and Care
    School Education
    Vocational Education and Training
  • Target audience:
    Teacher
    Student Teacher
    Head Teacher / Principal
    Teacher Educator
  • Target audience ISCED:
    Early childhood education (ISCED 0)
    Primary education (ISCED 1)
    Lower secondary education (ISCED 2)
    Upper secondary education (ISCED 3)
    Post-secondary non-tertiary education (ISCED 4)

Tags

eTwinning European Prizes