Skip to main content
European School Education Platform
News item

Construct Europe 2024: eTwinning Flanders og borgin Mechelen taka höndum saman til að tengja saman menntun og Evrópusambandið

Mechelen-borg skipuleggur hátíð fyrir árið 2024 til að fagna því að Belgía gegnir forsetastöðu Evrópuráðsins. eTwinning Flanders starfar saman með borgarráði Mechelen í gegnum eTwinning verkefnið „Construct Europe 2024“ (Byggjum Evrópu 2024) til að búa til samband á milli menntunar og hátíðarinnar.
construct europe 2024
Source: https://sites.google.com/sgr5.be/constructeurope2024/

Til að fagna því að Belgía hafi hlotið forsetastöðu Evrópuráðsins í janúar 2024 ætlar Mechelen að halda stóran menningarlegan og félagslegan viðburð sem kallast „Construct Europe 2024“. Fjórir eTwinning sendiherrar frá Mechelen munu starfa náið með borgarráðinu í gegnum eTwinning verkefnið, til að fella menntun og eTwinning inn í hátíðina.

Markmið eTwinning verkefnisins er að færa Evrópu inn í skóla á Mechelen svæðinu og auðvelda samstarf við kennara og nemendur frá öðrum Evrópulöndum yfir skólaárið 2023–2024. Til að hefja verkefni hafa þessir eTwinnarar skipulagt margvíslegar viðburði í borginni, meðal annars veffyrirlestur til að finna samstarfsaðila, upplýsingafundi og „Evrópska kennaradaga“. Einnig hafa þeir unnið með samstarfsaðilum í menntun til að auka vitund um Evrópu og til að tengja saman menntun og hátíð borgarinnar.

Rétt eins og hátíðinn samanstendur eTwinning verkefnið af fjórum byggingasvæðum: ímyndun, samræðum, fögnuði og framtíð. Viðburður var búinn til fyrir hvert svæði. Með viðburðum eins og „Signs of Europe“ (Merki Evrópu) og „EU Listens with Pros and Cons“ (Evrópa hlustar með kostum og göllum), eru nemendur úr systrabekkjum um alla Evrópu hvattir til að leita eftir merkjum um ESB í samfélögum þeirra, hugsa um áhrif þess á líf þeirra og taka virkan þátt í málefnum ESB með því að deila skoðunum sínum.

eTwinning sendiherrarnir bjóða kennurum að taka þátt í „Construct Europe“ verkefninu og að verða „Evrópskir kennarar“ Þetta einstaka tækifæri mun gera kennurum kleift að fræðast meira um Evrópu og að uppgötva eTwinning og taka það í notkun í kennslustarfinu.

Ef þú vilt koma í fræðandi för um Evrópu geturðu skoðað vefsvæði verkefnisins  eða TwinSpace. Einnig er hægt að lesa um sögu verkefnisins á vefsvæði eTwinning Flanders.

Additional information

  • Education type:
    Early Childhood Education and Care
    School Education
    Vocational Education and Training
  • Target audience:
    Teacher
    Student Teacher
    Head Teacher / Principal
    Teacher Educator
  • Target audience ISCED:
    Early childhood education (ISCED 0)
    Primary education (ISCED 1)
    Lower secondary education (ISCED 2)
    Upper secondary education (ISCED 3)

Tags

eTwinning community