Skip to main content
European School Education Platform
Label

eTwinning School Label

Skólar sem fá eTwinning skólamerkið eru frábær dæmi um hvernig heill skóli getur haft gagn af eTwinning. Þeir eru virkir í að nota og efla gildi og kennslufræði eTwinning, eru viðmiðunarpunktur fyrir nærsamfélag sitt og fyrirmynd fyrir aðra skóla.
Apply for label
Do you want to apply for a label? Join eTwinning today.
Image: Certificate
Image: Certificate

Hvað er eTwinning skólamerkið?

 

eTwinning skólar fella gildi eTwinning í stefnur skólans, kennsluhætti og starfsþróun með stuðningi skólastjórnenda.

Með eTwinning skólamerkinu viðurkennir og metur eTwinning þátttöku, skuldbindingu og tileinkun, ekki aðeins einstakra eTwinnara, heldur alls skólans, þar sem teymi kennara og skólastjórnenda vinna saman.

 

Skólar sem fá merkið eru tilbúnir og viljugir til að fara í þroskaferli með verkefnum sem hægt er að meta hlutlægt.

 

eTwinning skólavísirinn er einskonar áttaviti allra eTwinning skóla. Vísirinn leggur áherslu á þætti eins og:

 

 • sameiginlega forystu
 • samvinnu og teymisvinnu
 • sjálfræði nemenda
 • inngildingu og nýjungar
 • að vera öðrum skólum fyrirmynd.

Hver er hagurinn?

 

eTwinning skólar:

 

 • Eru opinberlega viðurkenndir í Evrópu sem fyrirmyndir fyrir eTwinning og mynda tengslanet leiðandi skóla til að vera innblástur fyrir framtíðarþróun áætlunarinnar. Allir eTwinning skólar fá eTwinning skólasett sem inniheldur meðal annars plagg og fána.
 • Eru vel sýnilegir í Evrópu og eru hvattir til að sýna eTwinning skólamerkin sín í kynningar- og upplýsingaefni.
 • Eru hvattir til að taka þátt í sérstökum starfsþróunarverkefnum
 • Eru hluti af sérstökum eTwinning hópi þar sem þeir geta deilt góðum starfsvenjum, unnið saman og mætt á lokaða viðburði á netinu.

 

Hvernig geta skólar fengið eTwinning skólamerkið?

 

Ferlið til að fá eTwinning skólamerkið skiptist í tvo hluta.

 

 1. hluti

 

eTwinning mun forvelja alla skóla sem:

 

 • hafa verið skráðir í eTwinning í meira en tvö ár
 • hafa a.m.k. þrjá kennara sem hafa tekið þátt í eTwinning verkefnum, starfsþróun eða annarri eTwinning starfsemi síðustu tvö árin
 • hafa tekið þátt í a.m.k einu eTwinning Evrópuverkefni sem fékk innlent gæðamerki innan tveggja ára frá umsóknardegi.

 

Ef skóli uppfyllir þessar kröfur fá allir skráðir eTwinnarar skólans boð í tölvupósti til að fylla út umsóknareyðublað í gegnum netvanginn European School Education Platform.

 

 1. hluti

 

Umsækjendur verða að fylla út umsóknareyðublað til að lýsa því hvernig skólinn þeirra hannar, notar og áætlar verkefni sem tengjast eTwinning skólavísinum: þegar það er gert þarf einnig að veita ákveðin gögn.

 

Landskrifstofan mun meta hverja umsókn með því að greina bæði lýsinguna og innsend gögn og meta starfsemi og möguleika skólans.

 

Ef landskrifstofan hafnar umsókn er hægt að senda hana aftur inn – með betri lýsingu og gögnum – fram að skiladegi. 

 

Nákvæmur tímarammi fyrir umsóknir og mat verður birt á netvanginum nokkrum vikum áður en umsóknartímabilið hefst.

 

Hvernig á að sækja um

 

 • Skólastjóri skólans og starfsfólk sem tekur þátt í eTwinning ættu að taka þátt í umsóknardrögum.
 • Umsækjendur verða að svara öllum spurningum á umsóknareyðublaðinu og veita gögn þegar beðið er um það.
 • Undirbúningsspurning tengist rafrænni öryggisstefnu skólans þar sem óskað er eftir gögnum frá umsækjendum.
 • Hinar spurningarnar innihalda nokkrar fullyrðingar fyrir hvern þátt eTwinning skólavísisins. Umsækjendur verða að lýsa því hvernig skólar þeirra nota þær og veita gögn því til stuðnings.
 • Fyrir hverja fullyrðingu verða umsækjendur einnig beðnir um að lýsa því hvað skólinn ætlar að gera á næstu tveimur árum ef þeir fá eTwinning skólamerkið.
 • Umsókninni ætti að fylgja yfirlýsing sem undirrituð er af skólastjóra skólans.
 • Umsóknir þarf að senda inn áður en skilafrestur rennur út.
 • Yfirferð umsóknar er í höndum landskrifstofunnar. Ef umsókn er hafnað mega umsækjendur senda umsókn sína aftur inn með frekari upplýsingum fram að skiladegi.

Ábendingar:

 

 • Hver skóli ætti að ákvarða hver sendir umsóknina í gegnum eTwinning Live. Aðeins verður tekið við einni umsókn fyrir hvern skóla.
 • Ekki þarf að fylla umsóknina út í einni lotu og er hægt að vista hana sem drög. Aðeins skal smella á innsendingarhnappinn þegar útfyllingu á eyðublaðinu er lokið.

 

Listi yfir skóla sem hafa hlotið eTwinning skólamerkið verður birtur í byrjun hvers árs.

Winners list