Skip to main content
European School Education Platform
Expert article

Tengslanet á milli skóla og umhverfis fléttuð saman til að bæta menntun

Umbætur skóla er endurtekið áhyggjuefni fyrir ýmsa hagsmunaaðila í menntamálum. Í þessari grein veltir José Luís Muñoz Moreno, frá sjálfsstjórnarháskólanum í Barselóna vöngum yfir mikilvægi samvinnu milli skóla og samfélaga í þessu ferli.
a school boy meeting a firefighter
Image: яна винникова / stock.adobe.com

Ýmis viðleitni hefur verið lögð í að skilja hvernig skólar ættu að breytast til að mæta kröfum samfélags sem einkennist af margbreytileika, breytingum og óvissu. Sumir hafa einbeitt sér að starfsþróun kennara, sumir að hlutverki stjórnenda sem stuðla að umbreytingu í menntun og aðrir að því að bæta samstarf milli skóla og nærsamfélags.

 

Tengsl skóla og samfélags er venjulega formfest í gegnum þátttökusamtök og -félagasamtök, og einnig í gegnum óformlegar aðstæður með því að deila reynslu, fundum, samtölum o.s.frv. Hins vegar verða skólar að hafa meiri stofnanalega viðveru í samfélagi sínu, þar sem það inniheldur ekki eingöngu fjölskyldur nemenda heldur einnig ráðhús, félags- og heilbrigðisþjónustu, fræðslumiðstöðvar og háskóla, menningar- og íþróttastofnanir, hverfisfélög, bókasöfn, söfn, staðbundna fjölmiðla o.s.frv. Mikilvægt er að styðja samstarf skóla og samfélags frá sjónarmiði lýðræðisþátttöku í menntun, sem í sjálfu sér hefur gildi og gerir það mögulegt að bæta menntunarferli.

 

Framfarir í þessu efni geta hjálpað til við að takast á við þær áskoranir sem skólar standa frammi fyrir í tengslum við vilja þeirra til bæta sig. Ýmis framtök eru áþreifanleg dæmi um gildi sambands milli skóla og samfélags, svo sem:

 

 

Mikilvægt er að samstarf snúist um stuðning og gagnkvæmt traust. Samfélagið leggur sitt af mörkum til að byggja upp menntun með því að efla skólastarf og útvega fjármagn, taka þátt í sameiginlegum verkefnum og efla samstarf milli stofnana o.fl. Á hinn bóginn byggja skólar upp samfélög sín með því að tryggja rétt til menntunar, efla sjálfsmynd og samkennd, að vinna að sameiginlegum tillögum, að opna samfélaginu dyr sínar, skuldbinda sig til vinsælla framtaksverkefna og stofna til tengsla o.s.frv. Þetta réttlætir nauðsyn þess að fara í átt að opnari, sveigjanlegri og inngildu námi.

 

Hægt er að auka samstarf skóla og sveitarfélaga um stjórnun menntamála með því að skipuleggja sameiginlegar vinnustofur, gefa út fréttablöð um menntamál, úthluta rýmum og tímum fyrir samtöl o.s.frv. En til þess að svona aðgerðir verði að raunveruleika er nauðsynlegt að deila gildum og áhyggjum, breyta einstaklings- og samfélagsbundnum viðhorfum, breyta starfsemisgerð stofnana sem krafist er, búa til eigin stíl og dýnamík og vaxa saman.

 

Að lokum er tengslamyndun tækifæri til að æfa á áhrifaríkan hátt kerfisbundið, samræmt og samfallandi samstarf sem getur fléttað samlegðaráhrif og sambönd í opnu og fjölbreyttu rými til að ná sameiginnlegum tilgangi með sérstökum inngripum. Skólar og nærsamfélög þeirra verða að taka virkan þátt í tengslamyndun með hliðsjón af gagnkvæmu námi með gagnrýninni ígrundun, sjálfsmati og þekkingarmiðlun.

 

Þetta myndi gera skólum og samfélögum þeirra kleift að takast á við nýjar og jákvæðar áskoranir, flýta fyrir þróun námstillagna, læra af nýstárlegum starfsháttum og örva gagnkvæm tengsl. Tenging tengslamyndunar við þróun skóla og samfélaga þeirra ætti að haldast í hendur við skipulagsbreytingar sem geta bætt menntunarferli.

 

Í þessu tilliti gæti íhlutun fræðslustjóra og stjórnenda orðið burðarás þessara kraftmiklu ferla, stuðlað að tilætluðum og nauðsynlegum breytingum, sérstaklega í viðkvæmustu samfélögunum og að lokum bætt líðan og lífsferil nemenda sinna.

 

 

José Luís Muñoz Moreno er prófessor í hagnýtri kennslufræði við sjálfstjórnarháskólann í Barselóna og meðlimur í Center for Research and Studies for Organizational Development CRiEDO. Meginrannsóknarlína hans er tengd samfélagslegri þátttöku í menntun.

 

 

 

Additional information

  • Target audience:
    Head Teacher / Principal
    Parent / Guardian
    Student Teacher
    Teacher
    Teacher Educator