Skip to main content
European School Education Platform
Survey

Könnun um leiðbeinendaáætlanir í skólum – Niðurstöður

Leiðbeining á vanalega við um ferli þar sem einstaklingur með reynslu, leiðbeinandinn, aðstoðar annan einstakling, þann sem leiðbeint er, við að þróa ákveðna færni og kunnáttu sem eykur faglegan og persónulegan vöxt þess sem leiðbeint er. Á skólastigi býðst nemendum leiðbeiningartækifæri, sem einblínir venjulega á námsframmistöðu þeirra og félags- og tilfinningalegan stuðning, og býðst kennurum til dæmis við grunnnám eða símenntun í starfi.
keywords and a handshake
Image: Pixabay / Geralt

Mikilvægi leiðbeiningar innan skólanáms er viðurkennt í stefnum og starfsháttum ESB. Nýleg tilmæli ráðsins um leiðir til árangurs í skóla benda til dæmis til þess að leiðbeinendakerfi, þar með talið jafningjaleiðbeining, geti stuðlað að betri námsárangri og félags- og tilfinningalegum stuðningi, einkum fyrir nemendur sem hafa veikara félagshagfræðilegt bakland eða þá sem eru í hættu á lakari námsárangri.

Þar að auki bendir meðfylgjandi vinnuskjal starfsfólks á að viðvarandi, skipulögð leiðbeining með ákveðnum tíma og tækifærum til eftirmyndunar, ástundunar, mats, stuðnings og endurgjöf frá skólastarfsfólki sé mikilvægur þáttur til að styðja kennaranema í grunnnámi og nýráðna kennara. Leiðbeining getur hjálpað þeim að skilja hlutverk sín betur og beita nýstárlegri kennsluaðferðum og er beintengd vellíðan kennara (starfsánægju, hvatningu, sjálfsvirkni og varðveislu kennara í starfi).

 

Könnunin um leiðbeinendur var opin frá 10. janúar til 28. febrúar og alls bárust 173 svör. Flest svörin bárust frá Ítalíu, Tyrklandi, Rúmeníu og Spáni.

 

1 – Veldu alla markhópa leiðbeinendaáætlana sem skólinn þinn, eða skóli sem þú veist um, hefur stofnað

 

Svörin benda til þess að leiðbeinendastörf í skólum beinist aðallega að nemendum frekar en að kennurum. Nánar tiltekið, í skólum þeirra sem svöruðu náðu flest leiðbeinendastörf yfir alla nemendur (47%) og á eftir komu nemendur með námserfiðleika og sérkennsluþarfir (41%). Bágstaddir nemendur og nemendur í hættu á að hætta snemma í skóla eru líka markhópur leiðbeinendastarfs. Í skólum þeirra sem svöruðu fengu flestir kennarar (71%) ekki aðstoð frá leiðbeinanda og í eingöngu 36% skóla fá nýir kennarar aðstoð frá leiðbeinanda. Eingöngu 16% greindu frá því að kennarar sem þurfa aukahjálp fái aðstoð frá leiðbeinanda.

mentoring survey - graph Q1
  1. Allir nemendur
  2. Nemendur með námsörðugleika og sérstakar námsþarfir
  3. Nemendur með veikara félagshagfræðilegt bakland (t.d. tekjulágir, innflytjendur, flóttafólk)
  4. Nemendur sem eru í hættu á brotthvarfi úr námi
  5. Nemendur sem leggja í einelti eða eru lagðir í einelti
  6. Nemendur með geðræn eða tilfinningaleg vandamál
  7. Nýir nemendur
  8. Nemendur með lágt sjálfstraust, sem standa sig verr í námi
  9. Allir kennarar
  10. Kennarar sem þurfa viðbótarstuðning
  11. Nýir kennarar
  12. Nýlega ráðið starfsfólk sem ekki sinnir kennslu (skólastjórar, UT-tæknifólk, umsjónaraðilar, námsráðgjafar og fleira)
  13. Ekkert af ofantöldu

 

2 – Hversu árangursríkar telur þú, út frá reynslu þinni, að eftirfarandi leiðbeiningagerðir fyrir nemendur séu?

 

86% þeirra sem svöruðu töldu að skilvirkustu aðferðirnar fyrir leiðbeinendur væru kennslustundir með einum nemanda í eigin persónu, næst kom leiðbeinendastarf jafningja (75%), leiðbeinendastarf á milli ólíkra aldurshópa (73%), kennslustundir í eigin persónu með hópi nemenda (67%) og leiðbeinendastarf með utanaðkomandi sjálfboðaliðum eða sérfræðingum (63%). Leiðbeinendastarf á netinu með einum nemanda (40%) og á netinu með hópi nemenda (24%) taldist skila minnstum árangri.

mentoring survey - graph Q2

A=Afar árangursríkar.... B=Árangursríkar..... C=Hvorki né.... D=Ekki árangursríkar.... E=Alls ekki árangursríkar.... F=Veit ekki / á ekki við

 

  1. Augliti til auglitis
  2. Augliti til auglitis, tveir eða fleiri – með hópi nemenda
  3. Leiðbeining augliti til auglitis á netinu
  4. Hópleiðbeining á netinu
  5. Leiðbeining á milli aldursflokka (eldri nemandi leiðbeinir yngri nemanda)
  6. Jafningjaleiðbeining (nemendur á sama aldri bæði leiðbeina og þiggja leiðbeiningu)
  7. Notkun sjálfboðaliða eða sérfræðinga sem leiðbeinendur

 

3 – Að þínu mati, hvað eru (eða ættu að vera) þrjú megináherslusvið leiðbeiningaáætlana fyrir nemendur?

 

Samkvæmt svarendum voru helstu þrjú sviðin sem leiðbeinandastarf til nemenda ætti að ná yfir hegðun og námshvatning (55%), að auka sjálfsöryggi nemenda og trú þeirra á eigin getur (50%) og að hjálpa nemendum að falla inn í hópinn í skólanum og meðal jafningja (46%). Sviðin sem voru sjaldnast tekin fram voru meðal annars vellíðan og andleg heilsa (35%) og framtíðarhorfur í menntun og starfi (32%). Þrjú sviðin sem voru sjaldnast valin voru námsárangur í skóla (30%), forvarnir gegn snemmbúnu brottfalli úr skóla (28%) og að minnka áreitni og einelti (20%).

mentoring survey - graph Q3
  1. Námsárangur (t.d. einstaklingsmiðaður stuðningur og persónuleg kennsla)
  2. Félagsleg aðlögun inn í skólann og jafningjahóp
  3. Efling sjálfstrausts og trúar á sjálfan sig
  4. Minnkun áreitis og eineltis
  5. Hvatning í námi og hegðun
  6. Framtíðarbrautir og -horfur í námi og starfi
  7. Forvarnir gegn brotthvarfi
  8. Vellíðan og geðheilsa

 

4 – Að þínu mati, hvað eru (eða ættu að vera) megináherslusvið leiðbeiningaáætlana fyrir kennara?

 

Þrjú efstu svörin við því hvaða svið leiðbeinendastarf fyrir kennara ætti að ná yfir voru kennsluhæfileikar (58%), örvandi og krefjandi þroski í starfi yfir allan ferilinn (43%) og stuðningur við nemendur með tilfinningalega og hegðunartengda erfiðleika (39%). Færri svöruðu því að gefa ætti nýjum kennurum kynningu og að bæta námsárangur nemenda. Aðgangur að leiðsögn og hjálparefni (17%), viðbrögð við fordómum og staðalímyndum um kyn, kynþætti, uppruna o.s.frv. (10%) og að minnka brottfall kennara úr starfi (5%) voru svörin sem voru sjaldnast tilgreind.

mentoring survey - graph Q4
  1. Að auðga kennslufærni (t.d. að styðja einstaklingsmiðað nám með því að fara yfir vinnu nemenda, veita endurgjöf og aðlaga námsáætlun næsta dags eftir þörfum)
  2. Að bæta námsárangur nemenda
  3. Að örva og ögra starfsþróun kennara til lengri tíma
  4. Að tækla fordóma og staðalímyndir sem tengjast kyni, kynþætti, þjóðerni o.s.frv.
  5. Stuðningur við nemendur með tilfinninga- og hegðunarvandamál
  6. Að auðvelda samskipti og samvinnu við foreldra og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu (t.d. innflytjendur eða jaðarsettir)
  7. Að veita nýútskrifuðum kennurum fræðslu, aðlögun og stuðning
  8. Að efla starfsanda og sjálfstraust kennara
  9. Að fækka fjölda kennara sem yfirgefa starfstéttina
  10. Að hjálpa þeim í nýju hlutverki, t.d. sem skólastjóri, leiðbeinandi, yfirkennari, UT-umsjónaraðili
  11. Að hafa aðgang að leiðsögn og stuðningsefni

 

5 – Byggt á reynslu þinni, hvað telur þú vera lykilþætti í árangursríkri leiðbeinendaáætlun fyrir annað hvort nemendur eða kennara?

Hvað varðar mikilvægustu þættina í vel heppnuðu leiðbeinendastarfi fyrir nemendur eða kennara svöruðu þátttakendur því að þeir væru meðal annars að nota reynda leiðbeinendur og veita leiðbeinendum þjálfun (53%), gott framboð og aðgangur að leiðbeinendaáætlunum (44%), skólaleiðtogar sem veita stuðning og hafa opinn huga, og traust á milli leiðbeinenda og nemenda þeirra (43%). Minna hlutfall svarenda taldi að þátttaka foreldra (27%), nægileg fjármögnun (23%) og sérstakt starfsfólk með umsjón yfir leiðbeinendastörfum (15%) væru mikilvægir þættir sem tryggðu árangur slíkra starfa.

mentoring survey - graph Q5
  1. Stuðningsríkur og víðsýnn skólastjórnandi
  2. Traust á milli leiðbeinanda og þess sem leiðbeint er
  3. Starfsfólk sem er reiðubúið til að taka þátt í leiðbeinendaáætluninni
  4. Nemendur sem eru viljugir til að taka þátt í leiðbeinendaáætluninni (jafningjaleiðbeining, félagar, sendiherrar)
  5. Nægilegt fjármagn, t.d. til að hvetja leiðbeinendur, gera fundi utan skóla mögulega
  6. Leiðbeinendasambönd sem haldast stöðug út heilt skólaár
  7. Samstarf við utanaðkomandi sérfræðinga og fagfólk
  8. Einn eða tveir tilteknir starfsmenn sem hafa umsjón með leiðbeinendaáætluninni
  9. Leiðbeinendakerfi sem eru tiltæk og aðgengileg, þar á meðal aðgangur að viðeigandi leiðsögn og stuðningsefni
  10. Reyndir leiðbeinendur, þjálfun fyrir leiðbeinendur, eins og óvirk hlustun, að gefa endurgjöf, að spyrja spurninga
  11. Þátttaka foreldra nemenda

 

6 – Veldu aðstæður sem eiga við þig eins og er: Ég er …

 

Á heildina eru 67% svarenda leiðbeinendur fyrir nemendur, kennara eða bæði. Af þeim sem eru leiðbeinendur leiðbeina 25% bæði nemendum og kennurum, 23% leiðbeina eingöngu nemendum og

mentoring survey - graph Q6
  1. 18% Leiðbeinandi nemenda
  2. Leiðbeinandi annarra kennara
  3. Leiðbeinandi bæði nemenda og kennara
  4. Ekkert af ofantöldu leiðbeina eingöngu kennurum.

 

Niðurlag

 

Þrátt fyrir að fjöldi svara við könnuninni hafi verið frekar lágur sýnir hún að flestir þeirra sem svöruðu taka þátt í leiðbeinendastörfum, aðallega fyrir nemendur og í minna lagi fyrir kennara. Meirihluti svarenda telur að allir nemendur ættu að fá aðstoð frá leiðbeinendum í gegnum kennslustundir í eigin persónu með einum nemenda, frá jafningjum, og með leiðbeinendum frá ólíkum aldurshópum, með áherslu á hegðun og námshvatningu, eflingu á sjálfsöryggi og aðstoð við að falla inn í hópinn í skólanum og meðal jafningja.

Hvað varðar kennara svöruðu þátttakendur að leiðbeinendastörf beinast að nýjum kennurum og öllum kennurum, með aðaláherslu á kennsluhæfileika þeirra og þroska í starfi yfir allan ferilinn.

Mikilvægustu þættirnir í vel heppnuðu leiðbeinendastarfi fyrir nemendur eða kennara eru meðal annars að nota reynda leiðbeinendur, aðgangur að leiðbeinendaáætlunum, skólaleiðtogar sem veita stuðning og hafa opinn huga, og traust á milli leiðbeinenda og nemenda þeirra.

 

 7 – Hvað af eftirtöldu lýsir hlutverki þínu best?

mentoring survey - graph Q7
  1. Kennari – menntun og umönnun ungra barna
  2. Kennari – í grunnskóla
  3. Kennari – á unglingastigi
  4. Kennari – starfsmenntun
  5. Skólastjórnandi
  6. Landsbundið, svæðisbundið eða staðbundið stjórnvald
  7. Kennaraleiðbeinandi/-þjálfari
  8. Menntastjórnvald
  9. Foreldri
  10. Starfsmaður í skóla (t.d bókasafnsvörður, námsráðgjafi)
  11. Utanaðkomandi sérfræðingur (heimsækir skóla)
  12. Annars konar menntasérfræðingur/-hagsmunaaðili

 

 

Additional information

  • Education type:
    School Education
  • Target audience:
    Head Teacher / Principal
    Student Teacher
    Teacher
    Teacher Educator
  • Target audience ISCED:
    Primary education (ISCED 1)
    Lower secondary education (ISCED 2)
    Upper secondary education (ISCED 3)