Skip to main content
European School Education Platform
Expert article

Félagslegt og tilfinningalegt nám fyrir andlega heilsu og vellíðan

Andleg áhrif faraldursins hafa sýnt fram á þörf fyrir umhyggjusamara og samúðarfyllra menntakerfi til að hlúa að félagslegum og tilfinningalegum þörfum barna og ungmenna. Í þessari grein útskýrir Carmel Cefai frá háskólanum á Möltu hvernig hægt er að taka á þessu málefni.
young girls holding hands
Image: Pixabay / MireXa

Nýlegar tölur sýna neikvæða þróun hvað varðar andlega heilsu og vellíðan barna og ungmenna í Evrópu og víðar.

 

 • Um það bil 20 % skólabarna finna fyrir geðrænum vandamálum á skólagöngu sinni þar sem 50% geðrænna vandamála koma fram fyrir 14 ára aldur og 75% þeirra á milli 12–25 ára aldurs (WHO Regional Office for Europe, 2018).
 • Rannsókn á 10.000 börnum á aldrinum 11–17 sýndi að 1 af hverjum 5 sagðist finna til óánægju eða kvíða gagnvart framtíðinni vegna eineltis, námsálags og einmanaleika (UNICEF/ EU, 2021).
 • Sjálfsmorð er helsta dánarorsök unglinga í lág- og meðaltekjulöndum og önnur algengasta dánarorsökin í hátekjulöndum (WHO Regional Office for Europe, 2018)

 

Þessar umhugsunarverðu tölur sýna fram á greinilega þörf fyrir umhyggjusamara og samúðarfyllra menntakerfi til að hlúa að félagslegum og tilfinningalegum þörfum barna og ungmenna. Rannsóknir sýna að félagslegt og tilfinningalegt nám leiðir til jákvæðara viðhorfs, jákvæðari félagslegri hegðunar og bættrar vellíðunar og námsárangurs. Það dregur einnig úr félagslegum, tilfinningalegum og hegðunartengdum erfiðleikum á borð við kvíða, þunglyndi, sjálfsmorð, misnotkun fíkniefna og andfélagslega hegðun (Durlak et al, 2011; Goldberg et al, 2019; OECD, 2021). Þessar jákvæðu niðurstöður hafa komið fram frá því snemma í barnæsku og allt fram á framhaldsskólaaldur hjá börnum með ólíkan menningarlegan og félagshagfræðilegan bakgrunn. 

 

NESET skýrslan um styrkingu á félagslegu og tilfinningalegu námi innan ESB (Cefai et al, 2018) leggur til heildræna, kerfisbundna nálgun skólans semer byggð á sönnunargögnum og blandar námsskrá saman við jákvætt umhverfi í skólanum til að bæta vellíðan nemenda og kennara. Þessi nálgun virkjar allt skólasamfélagið í að innleiða félagslegt og tilfinningalegt nám á ólíkum skólastigum, þar á meðal starfsfólk, nemendur og foreldra, ásamt nærsamfélaginu og öðrum hagsmunaaðilum:

 

 • Námskrá: Námsskrá sem innleiðir félagslegt og tilfinningalegt nám byggist á hæfni og nýtir reynslu í nálgun að kennslu sem þroskar félagslega og persónulega færni frá barnæsku og fram á framhaldsskólastig.
 • Umhverfi í kennslustofum og skólum. Námsskrá með félagslegt og tilfinningalegt nám verður að fara fram í kennslustofum og skólum með jákvætt og heildrænt umhverfi þar sem nemendur finna til öryggis, inngildingar, virðingar og samhygðar.
 • Tímanlegt inngrip: Félagslegt og tilfinningalegt nám er áhrifaríkast þegar byrjað er á því snemma á skólaferli barnsins.
 • Raddir nemenda: Nemendur verða að taka virkan þátt í að þróa, framkvæma og meta námskrána.
 • Miðað inngrip: Almenn nálgun að félagslegu og tilfinningalegu námi þarf að hafa með sér miðuð inngrip fyrir bágstadda nemendur sem gætu þurft meiri stuðning.
 • Menntun og vellíðan kennara: Kennarar þurfa þjálfun í að kenna félagslegt og tilfinningalegt efni í starfi sínu til að fá félagslega og tilfinningalega hæfni og gæta að eigin heilsu og vellíðan.
 • Þátttaka foreldra: Foreldrar taka þátt með samstarfi þar sem foreldrar fá þjálfun í að styðja félagslegt og tilfinningalegt nám barnanna sinna.
 • Samstarf við nærsamfélagið og fagfólk í geðheilsu: Nærsamfélagið og aðrir hagsmunaaðilar taka nauðsynlegan þátt í kerfisbundinni, heildrænni nálgun skóla.
 • Vel heppnuð innleiðing: Árangursríkt félagslegt og tilfinningalegt nám verður að vera skipulagt og innleitt vel með hæfilegri þjálfun, tilföngum og stuðningi og þar sem allt skólasamfélagið tekur virkan þátt í innleiðingunni.
 • Aðlögun að staðbundnum aðstæðum: Inngrip þurfa að taka tillit til menningarlegs samhengis skólanna og áhugasviðs og þarfa nemenda í gegnum neðansækna þátttökunálgun.

 

Niðurlag

 

Umugsunarverðar tölur um andlegt heilbrigði og vellíðan barna og ungmenna og stöðugar sannanir fyrir því að félagslegt og tilfinningalegt nám bæti vellíðan og komi í veg fyrir geðræn vandamál á mikilvægum tímabilum í lífi ungmenna, sýna skýrt fram á þörfina fyrir breytingar í menntun til að endurspegla þann raunveruleika og áskoranir sem er að finna á árunum eftir COVID. Aukinn stuðningur við vellíðan og andlega heilsu í gegnum heildræna, kerfisbundna nálgun skóla verður að vera innleidd sem eitt af helstu kennslumarkmiðunum.

 

 

Carmel Cefai, PhD (Lond), FBPS, er prófessor í sálfræði og forstöðumaður sérstakrar miðstöðvar um félags- og tilfinningafærni, Centre for Resilience and Socio-Emotional Health, við Háskóla Möltu (L-Università ta' Malta). Hann fæst við rannsóknir á og hefur fengið fjölmargar greinar sínar birtar um ýmis málefni sem tengjast menntun og félags- og tilfinningaþroska. Hann hóf feril sinn sem skólakennari.

 

References

 

Cefai, C., Bartolo, P., Cavioni, V., & Downes, P. (2018). Strengthening social andemotional education as a key curricular area across the EU: A review of theinternational evidence. NESET Report. Luxembourg: Publications Office of the European Union.

 

Durlak, J. A.; Weissberg, R. P.; Dymnicki, A. B.; Taylor, R. D. (2011). The impact of enhancing students’ social and emotional learning: A meta-analysis of school-based universal interventions. Child Development, 82 (1), 474-501.

 

Goldberg, J. M., Sklad, M., Elfrink, T. R., Schreurs, K. M. G., Bohlmeijer, E. T. and Clarke, A. M. (2019). Effectiveness of interventions adopting a whole school approach to enhancing social and emotional development: a meta-analysis. European Journal of Psychology of Education, 34(4), 755–782.

 

OECD (2021) Beyond Academic Learning.

 

UNICEF and the European Union (2021) Our Europe, Our Rights, Our Future.

 

WHO Regional Office for Europe (2018). Adolescent mental health in the European Region.

 

WHO Regional Office for Europe (2020). Spotlight on adolescent health and well-being. Findings from the 2017/2018 Health Behaviour in School-aged Children (HBSC) survey in Europe and Canada International report

 

Additional information

 • Education type:
  School Education
 • Target audience:
  Head Teacher / Principal
  School Psychologist
  Student Teacher
  Teacher
  Teacher Educator
 • Target audience ISCED:
  Primary education (ISCED 1)
  Lower secondary education (ISCED 2)
  Upper secondary education (ISCED 3)

Tags

Social skills
Well-being

Key competences

Personal
Personal, social and learning to learn
Social and learning