Skip to main content
European School Education Platform
Interview

Fræðsluspjall: Leiðir til námsárangurs

Prófessor Paul Downes, deildarstjóri hjá Educational Disadvantage Centre, sem er staðsett innan menntunardeild háskólans í Dublin, deildi nýlega skoðunum sínum um nýja ráðleggingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um tilmæli ráðsins um leiðir til námsárangurs. Skjalið undirstrikar stefnuúrræði til að takast á við brotthvarf úr skólum og lélegan námsárangur í grundvallarfærni.
Interview visual - Paul Downes

Ég er Paul Downes, prófessor í námssálfræði og deildarstjóri hjá Educational Disadvantage Centre við menntunardeild háskólans í Dublin.

 

Hverjar eru stærstu áskoranirnar til að bæta námsárangur?

 

Stórt áhyggjuefni er hin baneitraða blanda fátæktar og áhrifa eftir heimsfaraldurinn. Við sjáum frá PISA 2018 nú þegar áhyggjuvaldandi rýrnun einkunna í grunnfærni eins og lestri, stærðfræði og vísindum hjá rúmlega einum af hverjum fimm nemendum í Evrópu.

 

Hvernig skilgreinir þú námsárangur?

 

Það er afar heildstæð nálgun að undirstrika árangur sem vellíðan og félagslega og persónulega þróun barna okkar og ungs fólks. Þróun á félagslegri og persónulegri hæfni, sjálfsvitund og auðvitað á því stigi koma eineltisforvarnir þarna inn, því einelti er andstæða heilbrigðra samskipta.

 

Tilmæli ráðsins um leiðir til námsárangurs

 

Vissulega er einn lykilþáttur nýja framtaksins skilaboð til aðildarríkja um að innleiða áætlanir fyrir brotthvarfs- og eineltisforvarnir. Hér eru ýmsir þættir sem bætt var við tilmæli ráðsins frá 2011. Þetta eru meiri áhersla á aðgreiningu þarfa, að greina alhliða nálganir á áætlanir, frá nálgun á markhópa, frá öflugum, einstaklingsbundnum stuðningi. Sjónarhorn aðgreiningar er lykilmunurinn. Einnig viðurkenning á heildskólanálgun sem var ekki í 2011 nálguninni, að við þurfum að sjá skóla sem kerfi, kerfi sambanda, skipulagðra inngripa, og eins, að sjálfsögðu, þverfagleg teymi í og í kringum skóla: að sjá þvert á atvinnugeira til að koma lykilatvinnugeirunum saman.

 

Hvernig getum við stutt námsmenn?

 

Ég tel að augljós stefna á forvarnarstigi, sem ætti að innleiða kyrfilega og sem hefði góðan sönnunargrunn, væru hlutir eins og til dæmis heimabókaráætlanir sem miða að fjölskyldum í sárri fátækt til að tryggja að til séu góð lestrarúrræði heima hjá þeim, til að innræta ást á lestri, sem er nauðsynlegt að hafa ekki bara fyrir læsi heldur fyrir allan árangur í námi. Hvað varðar inngrip, augljóst væri til dæmis Lúxemborgarlíkanið um að hafa tungumálamiðlara þvert, hvað þau varðar, þau eru með um 37 tungumál, og þau eru með miðlara til að leysa vandamál með tungumál. Hvað varðar umbun, Ég tel að það séu skýr dæmi í sérkennslu, jafnvel í hefðbundnum kerfum. Þetta eru til dæmis almenn viðurkenning á árangri með verðlaunum og viðhöfnum til að viðurkenna árangur. Þetta er eitthvað sem kostar ekkert og sem hægt væri að færa mun meira inn í hefðbundin kerfi.

 

Hvernig getum við stutt kennara?

 

Ég tel að augljóst tækifæri hér sé allt svið uppbyggilegra venja, sem er safn af frekar einföldum spurninga- og samskiptaaðferðum, sem á að greina frá uppbyggilegri réttvísi, sem er allt annað framtak. Uppbyggileg venja í skólum er ódýr og einföld, en um leið einbeitt leið til að bæta samskiptamenningu í skólum með opnum spurningum sem efla samkennd og yfirsýn, ekki bara hjá nemendum heldur einnig starfsfólki.

 

Hvaða ráðstafanir geta stutt heildskólanálganir?

 

Nálganir á skóla sem heildarkerfi krefjast þess að raddir nemenda og foreldra heyrast, en sérstaklega jaðarsettra nemenda og þeirra í hættu á útskúfun til að hlusta á áhyggjur þeirra af skólakerfinu. Og að sjálfsögðu snúast þverfagleg teymi þá um að viðurkenna að við erum að víkka hugmynd okkar um skóla. Skóli snýst ekki bara um kennara og nemendur. Skóli er einnig staður þar sem ýmislegt annað lykilfagfólk getur átt samskipti um breiðari heildrænar þarfir og stutt þannig börn okkar og ungt fólk.

 

Lykilþættir leiða til námsárangurs

 

 • Forvarnir / inngrip / umbun
 • Heildskólanálgun
 • Þarfir nemenda
 • Þátttaka/ árangur / vellíðan
 • Gagnasöfnun og eftirlit
 • Kerfisbundnar nálganir

 

Additional information

 • Education type:
  School Education
 • Target audience:
  Government / policy maker
  Head Teacher / Principal
  Student Teacher
  Teacher
  Teacher Educator

Tags

Inclusion
Policy development
Tackling early school leaving
Well-being

Key competences

Personal
Personal, social and learning to learn
Social and learning