Skip to main content
European School Education Platform
Interview

Education Talks: Gervigreind í menntun

Hvernig hefur gervigreind áhrif á menntun og hvað þurfa kennarar helst að hugsa um? Hlustaðu á viðtal við Marco Neves, kennara og ráðgjafa, til að fá að vita meira.
Education talk interview on artificial intelligence with Marco Neves

Ég heiti Marco Neves, ég kem frá Portúgal og er kennari í upplýsingatækni og hef verið ráðgjafi í stafrænni menntun undanfarin ár.

 

Gervigreind í menntun

 

Við höfum fjögur ólík viðfangsefni. Eitt er um hvernig gervigreind styður kennslu og hér vísum við aðallega í verkfæri og verkvanga sem geta hjálpað kennaranum við mat og einkunnagjöf ásamt því að fylgjast með nemendum eða jafnvel auðvelda allt starf kennaranna. Annað viðfangsefni snýst um gervigreind til að kenna nemendum og hér erum við með ólíka verkvanga sem hægt er að fella inn í kennsluna og námsferlið. Einn verkvangurinn er til dæmis kennslukerfi sem byggir á samtali. Þetta er sérstakt svið sem leggur meiri áherslu á nám nemenda, en við erum líka með kennslukerfi sem byggja á samtali, námsumhverfi með könnun, þannig að það eru til ólík verkfæri og verkvangar sem hægt er að nota. Síðasta viðfangsefnið snýst um gervigreind til að hjálpa við greiningu og skipulagningu yfir heilt kerfi og hér erum við til dæmis með greiningu á námi eða jafnvel verkfæri sem geta hjálpað nemendum með ólíka námserfiðleika, til dæmis lesblindu.

 

Gervigreind í kennslustofunni

 

Við sjáum ólík verkfæri sem hægt er að nota, til dæmis til að hjálpa nemendum að læra ólík tungumál og við erum með forrit sem kennarar og nemendur geta auðveldlega notað. Við sjáum líka ólík verkfæri innan stærðfræðinnar, til dæmis, sem geta verið mjög gagnleg við að hjálpa nemendum í námsferlinu. Við erum líka byrjuð að sjá ýmisleg verkfæri sem geta verið mjög gagnleg fyrir kennara við einkunnagjöf.

 

Framfarir í gervigreind

 

Sem dæmi má nefna gervigreind fyrir nám í samstarfi við aðra, og símat. Til dæmis höfum við fyrir nemendur nokkurs konar gervigreindarfélaga sem hægt er að tala við og fá stuðning og endurgjöf sem snýst ekki bara um hefðbundið mat heldur líka að geta látið kennara og nemendur vita af öðrum hæfileikum til dæmis félagslegum og listrænum.

 

Siðferðilegar áhyggjur og áskoranir

 

Við verðum að vera meðvituð um siðferðilegar skyldur einkafyrirtækja, til dæmis, þ.e. þeirra sem þróa gervigreind í menntun. Einnig opinberar stofnanir, til dæmis skólar og háskólar sem taka þátt í rannsóknum á gervigreind. Við þurfum líka að vera meðvituð um siðferðilegar afleiðingar þess að geta ekki vitað auðveldlega hvernig þessar djúpu ákvarðanir eru teknar af gervigreind nú til dags, sérstaklega hjá tauganetum. Einnig, hvaða siðferðilegu afleiðingar hefur það að hvetja nemendur til að vinna sjálfstætt með þessum gervigreindarhugbúnaði?

 

Stuðningur við kennara

 

Það er afar mikilvægt að við sköpum tækifæri fyrir kennara að þekkja gervigreind, hvaða áhrif hún hefur á líf okkar, til að þeir geti rætt þetta í kennslustofunni og skoðað námsefnið sem þeir kenna og hugsað um áhrif gervigreindar á það, til að gera nemendur meðvitaða um gervigreind.

 

 

Additional information

  • Education type:
    School Education
  • Target audience:
    Head Teacher / Principal
    ICT Coordinator
    Parent / Guardian
    Student Teacher
    Teacher
    Teacher Educator

Key competences