Skip to main content
European School Education Platform
Tutorials

Hvernig á að kynna „A“-ið í STEAM?

STEAM (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærfræði) er nýstárleg nálgun að námi sem hvetur til sköpunar og eykur áhuga nemenda með því að setja listir inn í vísindalegt námsefni. Þessi grein mun gefa kennurum hugmyndir og úrræði til að kynna STEAM í kennslustofunni.
Children studying together during a science lesson
Image: Adobe Stock/be free

Hvað er STEAM?

 

STEAM er þverfagleg nálgun að námi sem leitast við að nútímavæða kennslu á STEM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði), þar sem þessar greinar eru oft kenndar hverjar fyrir sig. STEAM nálgunin leiðbeinir áhuga nemenda með því að blanda fræðilegri þekkingu saman við verkleg dæmi sem hvetja nemendur til að finna lausnir á raunverulegum vandamálum. Námsumhverfi af þessu tagi leyfir nemendum að bæta kunnáttu sína í samskiptum, rökhugsun, samstarfi og lausn vandamála. Þótt STEM-greinar hjálpi nemendum að bæta tæknilega kunnáttu sína er mikilvægt að nemendur þrói með sér bæði stafræna og hugræna hæfileika fyrir störf í framtíðinni.

 

STEAM hefur þverfaglega nálgun sem getur hjálpað við að takast á við þráláta vöntun á konum sem starfa við STEM-greinar. Samkvæmt stöðutöflu framkvæmdastjórnar ESB Women in Digital Scoreboard 2021, eru konur einungis einn þriðji þeirra sem útskrifast í STEM greinum og 19% sérfræðinga í upplýsinga- og samskiptatækni. Þar sem hugmyndir um starfsframa á unglingsaldri hafa oft áhrif á raunverulegt starfsval á fullorðinsárum sýnir þetta hversu mikilvægt það er að vekja áhuga á STEM-greinum frá unga aldri í gegnum gagnvirka og áhugaverða kennslu. Aukin þátttaka kvenna í STEM-greinum mun ekki aðeins bæta aðgengi kvenna að vel launuðum vinnum heldur einnig stuðla að jafnrétti kvenna innan tæknilegra starfsgreina (framkvæmdastjórn ESB, 2021).

 

 

Hvernig á að kynna STEAM í kennslustofunni?

 

Til eru margar leiðir fyrir kennara að bæta kunnáttu nemenda í gegnum STEAM-kennslu, fyrst og fremst með því að byrja á sjálfum sér.

 

 

1. Kenna kennaranum

 

Kennarar þurfa að hafa nauðsynlega hæfni og þekkingu til að kenna nemendum um STEAM-hugtök í grunnskólum og framhaldsskólum. Til að bæta faglega hæfni sína á þessu sviði geta kennarar tekið þátt í þjálfunarnámskeiðum eða fundið úrræði á netinu um kennslu á STEAM-greinum. Kennsluhópar á netinu geta verið annað mikilvægt úrræði til að læra og þróa saman bestu starfsvenjurnar fyrir STEAM-kennslu.

 

Endurskoðun á kennsluaðferðum, til dæmis með því að nota fleiri hópverkefni, getur verið skemmtileg leið til að efla hæfni nemenda í hópvinnu og samskiptum. Verklegt nám getur skapað eftirminnilegri námsupplifun fyrir nemendur með því að sýna þeim hvernig þessi vandamál geta átt við í raunveruleikanum. Til að taka skrefið enn lengra er hægt að endurskipuleggja skólastofuna til að búa til sérstök svæði fyrir hópavinnu eða verkefnavinnu.

 

2. Nota verkfæri og úrræði á netinu

 

Til eru fjölmörg STEAM-verkefni sem eru styrkt af ESB, þar sem unnið er með kennurum og sérfræðingum um alla Evrópu til að búa til kennsluefni og umfjöllunarefni, til dæmis um sögulega og menningarlega arfleifð. Þetta eru gagnleg og ókeypis verkfæri fyrir kennara. Einnig eru til netsöfn á borð við Science is Wonderful! eða Europeana sem hafa gagnvirk námsverkefni um vísindalegt efni sem nota tónlist, bókmenntir, myndbönd og listaverk sem námsverkfæri.

 

Val á áherslusviði út frá áhugamálum nemenda og þörfum getur hjálpað við að auka áhuga nemenda á STEM-greinum og er sérstaklega nytsamlegt til að efla ungar stúlkur í að skoða vísindalegt efni.

 

 

 

 

3. Tekið á kynjamisrétti í kennslustofunni

 

Aukinn áhugi og þátttaka stúlkna í STEM-greinum er lykilatriði til að gefa ungum konum nauðsynlega hæfni til að aðlagast síbreytilegum atvinnumarkaði. Girls Go Circular er dæmi um verkefni sem ESB styrkir og sem eflir þátttöku stúlkna í STEM með því að hjálpa þeim að öðlast stafræna kunnátt og frumkvöðlahæfileika í gegnum einstakt sjónarhorn efnahags með hringrás.

 

Kennarar geta brugðist við kynjamisrétti í STEM með því að leggja áherslu á kennsluaðferðir sem aðgreina ekki á milli kynjanna. Það getur falið í sér opnar umræður við nemendur um jafnrétti kynjanna og að stuðla að blönduðum verkefnahópum til að brjóta niður staðalímyndir um kyn og hlutdrægni í kennslustofunni.

 

Kennarar geta fengið innblástur frá fyrirliggjandi verkefnum og útgáfum til að verða meðvitaðri um uppeldisfræðilega þætti sem hafa áhrif á þátttöku stúlkna í vísindalegum greinum og segja frá dæmum um nýjar aðferðir til að auka þátttöku stúlkna í STEM.

 

Additional information

  • Education type:
    School Education
  • Target audience:
    Head Teacher / Principal
    Student Teacher
    Teacher
    Teacher Educator
  • Target audience ISCED:
    Lower secondary education (ISCED 2)
    Upper secondary education (ISCED 3)