Skip to main content
European School Education Platform
eTwinning Kit

S.T.E.A.M-tastic

S.T.E.A.M.-nám, þar sem þemu eru skoðuð með vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði (e. Science, Technology, Engineering, Arts, Mathematics = S.T.E.A.M.), er undirstaða þessa verkefnis. Þar sem nálgunin fer þvert á námsefni hentar það vel með námskrá barna í forskóla eða grunnskóla, þó aðferðafræði þess sé hægt að nota á hvaða stigi sem er með mismunandi mikilli kunnáttu. Þetta verkefni veitir tækifæri á að nota S.T.E.A.M. námsgreinar í hversdagsleikanum, jafnvel hjá afar ungum börnum. Ein leið til að nálgast efnið er að samstarfsaðilar finni mánaðarlegt þema (eitt þema fyrir hvern skóla) og vinni síðan saman að verkþætti. Til dæmis, ef einn skóli velur þemað „Fiðrildi“ geta aðrir skólar valið/deilt verkþætti sem á að gera saman, eins og: • Vísindaverkefni um fiðrildi, valið af samstarfsaðila A • Tækniverkefni um fiðrildi, valið af samstarfsaðila B • Verkfræðiverkefni um fiðrildi, valið af samstarfsaðila C • Listaverkefni um fiðrildi, valið af samstarfsaðila D. Möguleikarnir eru endalausir.

Objectives
Objectives
• Að tryggja að nemendur móti menntun sína með hliðsjón af vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði í gegnum ýmiskonar beina þátttöku í verkefnum. • Að tryggja að allir nemendur taki þátt í aðgreiningarlausu námi með úrlausnarleiðum.
Show more
Introduction of partners
Introduction of partners
Þar sem nemendurnir sem taka þátt í þessu verkefni eru afar ungir hafa kennararnir umsjón með kynningu nemenda. Nemendurnir tala um hvað þeir vilja að sé kynnt um bekkinn þeirra og skólann og kennararnir setja það á netið. Það komu nokkrar skemmtilegar hugmyndir í upprunalega verkefninu þar sem bekkjarljósmyndum var hlaðið upp, en andlit hvers barns bar grímu, til að endurspegla þema verkefnisins. Á þennan hátt var öryggisvinkill þess að hafa andlit ungra barna á netinu vel úthugsaður.
Show more
Orientation
Orientation
Svona verkefni þarf að skipuleggja vel og samskipti milli þátttökukennara þarf að vera afar gott. Ein nálgun á þetta er að á áætlunarstigi verkefnisins velja kennararnir í sameiningu þemu hvers mánaðar. Þeir velja síðan hvað af S.T.E.A.M. nálgunum þeir vilja einblína á og taka sér fyrir hendur til að rannsaka verkþætti þemans samkvæmt námsgreininni sem valin var. Frábært dæmi úr upprunalega verkefninu er hægt að finna hér.
Show more
Collaboration
Collaboration
SAMSKIPTI: Í verkefni af þessu tagi eru samskipti og fundir á milli samstarfsaðila lykilatriði svo hægt sé að gera áætlun fyrir hvert stig verkefnisins, og eins dagleg samskipti í gegnum TwinSpace svæðið, eða aðra skilaboðaþjónustu. Til að byrja með vinna samstarfsaðilar saman til að finna þema fyrir hvern mánuð sem verkefnið varir. Til dæmis finnur einn aðili almennt þema fyrir nóvember, annar fyrir desember, annar aðili fyrir janúar o.s.frv. Í hverjum mánuði leggja allir aðilar á vogarskálarnar og deila einum verkþætti sem tengist annað hvort vísindum, tækni, verkfræði, listum eða stærðfræði. Þessum verkþáttum er síðan safnað saman og í þeim ákveðna mánuði vinna allir kennarar og nemendur að sömu verkþáttunum. Án svona sameiginlegrar skipulagningar geta kennarar ekki skipulagt verkþættina þar sem áætlanirnar eru háðar hverjum samstarfsaðila. SAMVINNA: Vegna þess að nemendurnir í þessu verkefni eru afar ungir er hægt að nálgast samvinnu á aðeins öðruvísi hátt; hver bekkur skoðar mánaðarlega verkþætti á sinn eigin hátt og þeir vinna síðan saman með því að kjósa til dæmis hvað þeim fannst vera skemmtilegast að vinna að. Nemendur geta líka sent myndbönd af viðbrögðum sínum við hinum og þessum verkþáttum. Önnur hugmynd er að allir bekkirnir hanni myndmerki og svo kýs hver bekkur það merki sem þeim líkar best við. Dæmi um verkþætti fyrir hvern mánuð má finna á TwinSpace svæði upprunalega verkefnisins. Til að sýna samantekt á allri vinnunni er hægt að láta lokaútkomuna sýna framkvæmd verkefnisins skref fyrir skref; myndirnar, myndböndin og tengla á vinnu nemendanna svo aðrir nemendur geti fengið sömu útkomu og þeir. Hér er dæmi frá upprunalega verkefninu sem sýnir rafvinnubók með S.T.E.A.M. tengdum verkefnum. Bók sem gerð er af börnum fyrir börn.
Show more
Evaluation & Assessment
Evaluation & Assessment
Mat: Þetta er mögulegt með því að halda stöðugum samskiptum á milli eTwinning kennaranna, stuðningsstarfsfólks skólanna og foreldra, og þátttöku nemendanna ofar öllu. Í upprunalega verkefninu var framkvæmt mat á mánaðarlegum þemum og verkþáttum hvers mánaðar. Búin var til almenn könnun á TwinSpace svæðinu (samkvæmt mánaðarlega þemanu). Fyrst mátu því nemendur og kennarar verkþættina á aðskilinn hátt (og gáfu þeim einkunn frá 0-10), síðan voru niðurstöðurnar flokkaðar og skýrt var frá þeim á TwinSpace. Við lok verkefnisins er ráðlagt að safna saman skoðunum kennara og nemenda. Hér eru tvö dæmi úr upprunalega verkefninu, annað fyrir nemendur og hitt fyrir kennarana. Kannanir eins og þessar gera öllum hópnum kleift að skoða styrki og veikleika í framvindu verkefnisins. Mat á útkomu: Ef mat er framkvæmt mánaðarlega fæst góð hugmynd um hvaða verkþættir virka fyrir nemendurna og þá sem virkuðu ekki jafn vel. Þetta gerir kennurum kleift að setja verkþættina upp á rétta vegu fyrir bekkinn og tryggja að nemendur læri á sem ánægjulegastan hátt.
Show more
Follow up
Follow up
Skráning: Skráning á framvindu verkefnisins er afar mikilvæg og er nauðsynlegt að hafa vel skipulagðan uppdrátt á TwinSpace svæðinu svo að allir þátttakendur í verkefninu geti haft skipulag verkþáttanna á hreinu. TwinSpace svæði upprunalega verkefnisins er gott dæmi um þessa nálgun. Miðlun: Hægt er að nálgast þetta á ýmsa vegu, með því að kynna verkefnið fyrir samstarfsfólki í skólanum, fyrir foreldrum á foreldrafundum, í gegnum svæðisbundin fréttablöð eða útvarpsstöðvar o.s.frv. Heildaryfirlit yfir miðlunaraðferðir sem þátttakendur í upprunalega verkefninu notuðu er hægt að finna hér. Lokaathugasemd um afar skapandi hugmynd sem kennarar upprunalega verkefnisins notuðu – að búa til sögubók fyrir afar unga nemendur sína sem byggð var á efnisatriðum verkefnisins.
Show more

Additional information

  • Age to:
    6
  • Difficulty:
    Easy