Skip to main content
European School Education Platform
Practice article

Samstarf á milli skóla og samfélagsins styður við nýsköpun í menntun

Samstarf við nærsamfélagið getur hjálpað skólum að hlúa að vellíðan nemenda og bæta námsárangur.
children and adults planting trees
Adobe Stock / New Africa

Nærsamfélagið inniheldur marga ólíka aðila, til dæmis fjölskyldur, félagsheimili, bókasöfn, söfn, félagsþjónusta og fræðslumiðstöðvar. Leiðtogar skóla gegna mikilvægu hlutverki í að mynda tengsl við aðila innan nærsamfélagsins og hvetja til að auðga námsskrána og hlúa að vellíðan bæði nemenda og starfsfólks skólans. Slíkt samstarf opnar fyrir gagnkvæm skipti á góðum starfsháttum og nýjum hugmyndum sem hægt er að hrinda í framkvæmd, öllu menntasamfélaginu til góða.

 

Hér fyrir neðan má finna úrval verkefna sem hvetja skóla og aðila innan nærsamfélagsins til að styðja við nýja starfshætti.

 

Samstarfs á milli skóla og samfélags um alla Evrópu

 

Á milli leiðtoga

 

Leiðtogar í námi, hjá fyrirtækjum og öðrum greinum geta lært mikið hver af öðrum. Í þessu sambandi notar verkefnið um gagnkvæma leiðsögn, sett af stað í Hollandi, þverfaglega nálgun til að bæta hæfni leiðtoga í fjölmörgum atvinnugeirum. Verkefnið hjálpar báðum aðilum að skilja hvernig þeir geta hjálpað hvor öðrum og stofnunum þeirra, með því að færa saman skólastjóra og leiðtoga frá öðrum geirum. Með samstarfi og gagnkvæmni geta þeir tekist á við fyrirliggjandi vandamál, fundið nýjar starfsleiðir og orðið betri leiðtogar. Verkefnið hefur leitt til margs konar samstarfs, bæði óvænts og upplýsandi. Til dæmis gat samstarf á milli skólastjóra og bankasérfræðings hjálpað við að leysa fjárhagsvandamál í skólanum.

 

 

 

 

Námssamfélög

 

Rannsóknir benda til þess að þátttaka breiðara námssamfélagsins (nemenda, fjölskyldna, nærsamfélags o.s.frv.) í skólaverkefnum geti hjálpað við að bæta námsárangur nemenda. Á Spáni hafa margir skólar notið góðs af því að starfa með nærsamfélögum til að bæta námsreynslu nemenda í gegnum eTwinning verkefni. Skólaleiðtogar hvetja til virkrar þátttöku aðila í nærsamfélaginu við ákvarðanatöku og skipulagningu skólaverkefna. Þetta samstarf á milli skóla og samfélags hefur verið sérstaklega farsælt í dreifbýlum þar sem skólar hafa lítil fjárhagsleg aðföng og nemendur hafa fá tækifæri. Með því að nýta sér aðföng innan samfélagsins geta skólar í dreifbýlum myndað samstarf við aðila í nærsamfélaginu og látið nemendur finnast þeir vera hluti af samfélaginu.

 

 

 

 

 

Menntamálaráðuneyti Portúgals styður einnig við samstarf á milli skóla og samfélaga. Þannig samstarf hefur gert nemendum kleift að fræðast um matargerðarlist á staðnum í gegnum samstarf við samfélagið og breytt söfnum í námsstaði. Í þessu dæmi störfuðu kennarar með nálægum söfnum við að hanna skipulagðar leiðsagnir um söfnin í samræmi við þann námsárangur sem leitast var eftir. Annað verkefni einbeitti sér að endurnýjun þéttbýlisins þar sem nemendum var boðið að koma með tillögur að leiðum til að endurnýja nágrenni og kynna hugmyndir sínar til bæjaryfirvalda. Hægt er að finna fleiri dæmi um samstarf á milli skóla og samfélags í Portúgal á vefsetri menntamálaráðuneytis Portúgals.

 

21/23 Escola + Plan er annað framtak frá menntamálaráðuneyti Portúgal, með það að markmiði að bæta námsárangur eftir COVID-19. Framtakið setur fram aðgerðir til að styrkja sjálfstæði skóla og útvega þeim uppeldisfræðileg aðföng til að skipuleggja sveigjanlegri námsskrá. Markmið framtaksins er meðal annars að endurheimta hæfni sem glataðist vegna fjárnáms og að virkja allt námssamfélagið. Hægt er að finna margvíslegt efni, til dæmis verkefni sem stuðla að samstarfi á milli skóla og fjölskyldna, á vefsetri framtaksins.

 

PHERECLOS open schooling-verkefnið, fjármagnað af Horizon 2020-rannsóknar- og nýsköpunarverkefni

Evrópusambandsins, leitast við að skapa „námsklasa“ með því að færa saman skóla og viðkomandi aðila í „menntavistkerfi“ Evrópu. Þessir aðilar eru meðal annars menntastofnanir, samtök, fyrirtæki, góðgerðasamtök, söfn og aðrar þekkingarveitur. Verkefnið lítur á þessa námsklasa sem miðstöð fyrir samtal og samstarfsverkefni á milli menntastofnana og fyrirtækja. Það leggur sérstaka áherslu á að bæta gæði vísindamenntunar, sérstaklega gegnum þátttöku í STEAM-kennslu. Verkefnið hefur sett saman nokkur tilföng til að greiða fyrir þjálfun kennara og innleiðingu verkefna. Með því að hlúa að samstarfi á milli skóla og nærsamfélaga geta þessi verkefni hjálpað okkur að hugsa um námstakmörk upp á nýtt og búa til nýjar leiðir til vísindamenntunar.

 

 

 

 

Additional information

  • Education type:
    School Education
  • Evidence:
    N/A
  • Funding source:
    Erasmus+
  • Intervention level:
    N/A
  • Intervention intensity:
    N/A
  • Participating countries:
    Netherlands
    Portugal
    Spain
  • Target audience ISCED:
    Primary education (ISCED 1)
    Lower secondary education (ISCED 2)
    Upper secondary education (ISCED 3)