Skip to main content
European School Education Platform
Practice article

Rök færð fyrir félagslegu og tilfinningalegu námi

Félagslegt og tilfinningalegt nám (SEL) er fræðslunálgun sem miðar að því að efla félagslega og tilfinningalega færni nemenda í gegnum heildræna nálgun innan skólans.
Group of students discussing
Image: Adobe Stock / Highway Starz

Sýnt hefur verið fram á að þróun félagslegrar og tilfinningalegrar hæfni hjá ungu fólki bætir þátttöku þeirra í skóla, dregur úr truflandi hegðun, minnkar einelti/neteinelti og leiðir til betri námsárangurs. SEL hjálpar nemendum að skilja tilfinningar sínar og hafa stjórn á þeim og að mynda heilbrigð sambönd við aðra. Rannsóknir sýna að félagsleg og tilfinningaleg hæfni nemenda hefur áhrif á persónulegan þroska þeirra og námsárangur allt frá unga aldri (SMILE, 2017). Þess vegna getur þessu fræðslunálgun hjálpað við að takast á vandamálum á borð við brottfall úr skóla, fátækt og félagslega útilokun.

 

Lestu meira til að uppgötva fjölda verkefna sem ESB styrkir og eru hönnuð til að efla félagslega og tilfinningalega hæfni nemenda.

 

Þjálfunarverkefni kennara.

 

PROMEHS er fyrsta námsskráin fyrir geðheilsu sem hefur verið sett saman með rannsóknaraðilum, stefnumótunaraðilum og vísindasamtökum í Evrópu. Rannsóknir sýna að um það bil 20% skólabarna upplifir geðheilbrigðisvandamál, sem byrja oft snemma á ævinni. Þar sem skólar eru í einstakri stöðu til að efla skilning barna og ungmenna á geðheilsu miðar PROMEHS að því að bjóða upp á kerfisbundinn ramma fyrir þróun og útfærslu á almennri námsskrá fyrir geðheilsu, byggt á vísindalegum sönnum, ásamt hágæða þjálfun fyrir kennara og skólastarfsfólk. Verkefnið hefur gefið út skýrslu sem metur áhrif PROMEHS námsskránnar og samantekt á menntastefnunum sem innifela geðheilsu í þátttökulöndum.

 

Hand in Hand hvetur til SEL í menntun með því að leggja áherslu á að auka félagslega og tilfinningalega hæfni kennara og bæta menningarvitund þeirra. Með því að setja vellíðan kennara sem miðpunkt miðar verkefnið að því að útbúa þá með hæfni til að starfa með sífellt fjölbreyttari bekkjum, í gegnum ýmsar hópæfingar og námsverkefni.

 

SEEVAL verkefnið er að vinna að tveimur tilteknum afurðum, þjálfun kennara og leiðbeiningar fyrir heildræna nálgun skóla að innleiðingu SEL. Með því að safna saman og deila bestu vinnubrögðum í SEL menntun er hægt að styðja kennara með því að gefa þeim uppeldisfræðileg kennsluverkfæri til að efla félagslega og tilfinningalega læsi nemenda. Verkefnið hefur gefið út samantektarskýrslu sem greinir bæði álit kennara og nemenda á þeirra eigin félagslegu og tilfinningalegu hæfni og annarra.

 

Annars staðar hefur SECiSo búið til Supported Education Toolbox sem býður upp á gagnleg verkfæri og æfingar til að aðstoða nemendur með tilfinningalega eða félagslega erfiðleika. Verkfærasettið byggir á endurhæfingaraðferð sem var hönnuð til að hjálpa nemendum að sigrast á erfiðleikum og hefja nám að nýju.

 

Uppgötvaðu FLOURISH verkefnið, sem gefur kennurum þá hæfni sem þarf til að efla þrautseigju nemenda.

 

Efling á hæfni nemenda

 

 SMILE verkefnið setti inn nemendamiðaða nálgun sem einblínir á SEL þætti eins og tilfinningalega vitund, samúð, stjórn á tilfinningum og samskiptahæfileika. Athafnir verkefnisins voru innleiddar í venjulegu námsskrána og utanskólaathafnir með þverfaglegri nálgun. Það setti saman handbók um góð vinnubrögð fyrir kennara sem lýsir verkefnum og athöfnum um tilfinningar fyrir börn, verkefnum fyrir börn með sérþarfir og verkefni til að efla menningarvitund.

 

 

 

 

BOOST verkefnið hefur það að markmiði að efla geðheilbrigði ungmenna með því að bæta félagslega og tilfinningalega hæfni þeirra og draga úr einelti, neteinelti og skaðlegum athöfnum á netinu. SEL inngrip á skólastigi er oft gert af utanaðkomandi sérfræðingum, en þetta verkefni leitast við að fella SEL inn í hefðbundin skólastörf með beinni þátttöku kennara og skólastarfsfólk með því að nota nýja nálgun. Það byggir á fyrirliggjandi SEL verkefnum til að efla uppeldisfræðilega og skipulagslega hæfni kennara svo þeim finnist þeir í stakk búnir til að fella SEL verkefni inn í kennslustofuna.

 

 

 

 

UPRIGHT er svipuð rannsóknaráætlun sem miðar að því að búa til menningu geðheilbrigðis í skólum með því að hanna saman og afhenda þjálfunarverkefni í eflingu geðheilsu. Áætlunin byggir á fjórum aðalþáttum, að þrauka, skilvirkni, félagslegu og tilfinningalegu námi og núvitund. Verkefnið hefur sett saman leiðbeiningar fyrir skóla til að innleiða verkefni áætlunarinnar.

 

 

 

 

Additional information

  • Education type:
    School Education
  • Evidence:
    N/A
  • Funding source:
    European Commission
  • Intervention level:
    N/A
  • Intervention intensity:
    N/A
  • Participating countries:
    Belgium
  • Target audience:
    Head Teacher / Principal
    School Psychologist
    Student Teacher
    Teacher
    Teacher Educator
  • Target audience ISCED:
    Primary education (ISCED 1)
    Lower secondary education (ISCED 2)
    Upper secondary education (ISCED 3)