Skip to main content
European School Education Platform
Practice article

Verðlaunahafar 2022 Evrópuverðlauna fyrir nýsköpun í kennslu

Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu voru sett á laggirnar af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2021 til að fagna árangri kennara og skóla.
teacher and students in science class
European Commission

Þetta árlega framtak undirstrikar framúrskarandi kennslu og kennsluhætti innan Erasmus+ áætlunarinnar. Verkefni fá verðlaun í fjórum flokkum: menntun og umönnun ungra barna, grunnskólamenntun, menntun á unglinga- og framhaldsstigi og iðn- og verkmenntun.

 

Landsskrifstofur Erasmus+ bera ábyrgð á því að velja sigurverkefnin, en alls 98 verkefni í öllum fjórum flokkunum fengu viðurkenningu á þessu ári. Verðlaunaafhendingin verður þann 25. október 2022.

 

Þema Evrópuverðlaunanna í ár er „Lærum saman og eflum sköpunargleði og sjálfbærni“. Það er tengt framtaki framkvæmdastjórnarinnar, hinu nýja evrópska Bauhaus, sem býður okkur að endurímynda okkur lífsrými okkar með sköpunargleði, inngildingu og sjálfbærni í huga. Sigurverkefnin sem kynnt eru hér að neðan takast á við eitt af þessum þremur viðfangsefnum.

 

Sköpunargleði

 

Verkefnið Everyday Creativity, undir forystu Fundatia Centrul Educational Spektrum í Rúmeníu notaði finnsk menntunarlíkön til að efla sköpunargáfu og nýsköpun í kennsluháttum í þátttökulöndunum. Eftir staðbundna þjálfun í Finnlandi voru kennslustofur endurhannaðar til að skapa hlýleg og notendavæn námsrými. Kennarar notuðu þverfaglegar aðferðir til að hvetja til sköpunar og deildu bestu starfsvenjum sín á milli. Gerð var kennarahandbók sem innihélt tilföng eins og námsefni og sjálfsmatsverkfæri.

 

Verkefnið Young Talents sameinaði viðskipta-, handverks- og innanhúshönnunarnemendur í iðnskólum til að búa til ný, fjölmenningarleg vörumerki. Nemendurnir, frá Finnlandi, Spáni og Hollandi, fengu stuðning frá kennurum og frumkvöðlum til að hrinda verkefnum sínum í framkvæmd með nálgun þvert á atvinnugreinar. Þeir stofnuðu sex fyrirtæki í blönduðum hópum, þróuðu vörumerkin sín og seldu vörur sínar bæði í smásöluverslunum og á netinu.

 

Inngilding

 

Bridge of Encounter and Understanding var samstarfsverkefni á milli ungmenna með veikara bakland úr tveimur samstarfsskólum í Þýskalandi og Spáni. Tilgangur þessa verkefnis var að virkja nemendur í iðn- og verknámi með námsörðugleika í verklegu verkefni - að byggja minnisvarða til að tákna skuldbindingu skólanna tveggja við samstarf þeirra. Þetta verkefni bætti starfshæfni nemenda og jók tæknifærni þeirra og fjölmenningarlega hæfni. Kennararnir unnu saman þvert á landamæri til að beita samþættri þverfaglegri nálgun, sem tengdi saman stærðfræði, vísindi, félagsvísindi, listir, tungumál og sögu í einu verkefni.

 

Verkefnið FARMID leitaðist til að efla og þróa þekkingu og leiðbeiningar um ráðningu fólks með greindarskerðingu á sveitabýlum í Slóveníu og samstarfslöndunum Austurríki, Ítalíu, Belgíu og Spáni. Fólk með greindarskerðingu stendur oft verr að vígi og nær lægra menntunarstigi, sem getur haft neikvæð áhrif á atvinnumöguleika þeirra. FARMID stuðlar að félagslegri inngildingu og undirstrikar heppileika sveitabýla sem vinnustaði fólks með greindarskerðingu. Þetta verkefni hjálpaði nokkrum einstaklingum með greindarskerðingu að finna landbúnaðartengd störf. Það þróaði einnig þjálfunaráætlun til að útbúa bændur nauðsynlegri færni, þekkingu og hæfni til að ráða fólk með greindarskerðingu.

 

Sjálfbærni

 

Hob’s Adventure var praktískt verkefni um lífbreytileika sem leiddi saman kennara og sérfræðinga í Eistlandi, Lettlandi, Íslandi og Slóveníu til að búa til nýstárlegt kennsluefni um lífbreytileika á tölvuöld. Þeir notuðu bestu starfsvenjur til að framleiða þetta efni og notuðu praktísktar, virkar og leitarmiðaðar aðferðir. Afraksturinn er handbók sem inniheldur kennsluáætlanir, verkefni og verkþætti fyrir nemendur á aldrinum 5-9 ára. Hægt er að aðlaga verkfærin að mismunandi umhverfis- og menntunaraðstæðum og hvetja til virks náms bæði innan- og utanhúss.

 

Kennarar við Sint-Paulus grunnskólann í Belgíu fengu innblástur til að umbreyta steinsteyptum leikvelli sínum í leikvöll sem aðlagar sig að loftslaginu og útinámsrými í gegnum Erasmus+ áætlunina. Gróðursett voru rúmlega 40 tré og upprunalegir runnar, hænur og býflugur boðnar velkomnar og svæði til að safna regnvatni komið fyrir undir leikvöllinn. Verkefnið stuðlar að vellíðan nemenda og hefur ýtt undir nýstárlegar kennsluaðferðir þar sem kennarar geta notað útinámsrýmið til að samþætta STEAM (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) og loftslagsbreytingar inn í námskrá sína.

 

Additional information

  • Evidence:
    N/A
  • Funding source:
    Erasmus+
  • Intervention level:
    N/A
  • Intervention intensity:
    N/A
  • Participating countries:
    Belgium
    Estonia
    Finland
    Germany
    Iceland
    Latvia
    Netherlands
    Romania
    Slovenia
    Spain
  • Target audience ISCED:
    Primary education (ISCED 1)
    Lower secondary education (ISCED 2)
    Upper secondary education (ISCED 3)
    Post-secondary non-tertiary education (ISCED 4)

Tags

Disadvantaged learners
Inclusion
Learning space
Non-formal learning