Kennarar sem drifkraftur nýsköpunar

Nýsköpun getur haft ólíka þýðingu fyrir ólíkt fólk. Flestir tengja nýsköpun við nýjungar, við breytt vinnubrögð. Og til þess að hlutirnir breytist þarf maður að hafa opinn huga. Í menntun er nýsköpun oft notuð til að vísa til tækni eða námsumhverfis. En umfram allt ætti nýsköpun í menntun að þýða sveigjanleika: viljann til að prófa nýjar aðferðir og kennsluhætti, með það að markmiði að veita öllum nemendum inngildari og grípandi námsupplifun.
Að yfirstíga hindranir í nýsköpun
Nýsköpunaráætlanir á skóla- og bekkjarstigi voru þema í TALIS rannsókn OECD fyrir árið 2018. Þó að flestir kennarar innan OECD hafi verið sammála um að þeir séu opnir fyrir breytingum virðist nýsköpun vera minni í mörgum Evrópulöndum en í öðrum heimshlutum. Í þessum skilningi, ef kennurum er boðið sjálfræði getur það eflt sköpunargáfu og nýsköpun í skólastofunni. Hins vegar er mikilvægt að kennarar fái nauðsynlega þjálfun frá upphafi til að forðast lélega ákvarðanatöku.
Hvernig á að verða skapandi kennari
Viðvarandi starfsþróun er lykilatriði. Hægt er að hvetja kennara til að taka þátt í kennslu- eða þjálfunaráætlunum erlendis í gegnum Erasmus+ áætlunina, eða fara á netnámskeið. Þessi þjálfunarnámskeið gera kennurum kleift að skiptast á þekkingu, læra nýja færni og starfshætti og fá víðari sýn á menntun.
Starfendarannsókn er nálgun sem krefst þess að kennarar verði gagnrýnir hugsuðir sem nota ígrundun og leggja sig fram við að bæta námsupplifun nemenda. Hana er hægt að nota til að leysa dagleg vandamál í skólastofunni, eins og að breyta sætaskipan eða efla samstarf í námi.
Samskiptanet kennara, bæði stór og smá, geta veitt dýrmætan innblástur. Kennarar geta bæði í skóla og í nærsamfélaginu skipulagt námshópa, jafningjarannsóknir og sameiginlega ígrundun. Stærri samskiptanet eins og eTwinning eða Global Teaching InSights bjóða upp á ýmis úrræði og tækifæri til vaxtar í starfi og samskipta við aðra.
Additional information
-
Education type:School Education
-
Target audience:Government / policy makerHead Teacher / PrincipalStudent TeacherTeacherTeacher Educator
-
Target audience ISCED:Primary education (ISCED 1)Lower secondary education (ISCED 2)Upper secondary education (ISCED 3)