Skip to main content
European School Education Platform
News item

Science is Wonderful! sýning og keppni

Science is Wonderful! er verkefni framkvæmdastjórnar ESB til að færa saman reynda og unga vísindamenn.
Science is Wonderful! logo
Image: European Commission

Framkvæmdastjórn ESB styrkir framúrskarandi rannsakendur til að gera ítarlegar rannsóknir á efni sem þeir hafa á huga á í gegnum Marie Skłodowska-Curie Actions (MSCA). Til að fagna verðmæti rannsókna sem ESB styrkir gefur Science is Wonderful! nemendum á grunnskóla- og framhaldsskólastigi tækifæri til að hitta vísindamenn sem fengið hafa styrk frá MSCA.

 

Hvernig á að taka þátt


Í mars 2023 verður næsta árlega Science is Wonderful! sýning haldin í tvo daga í Brussel með 100 vísindamönnum víðs vegar frá Evrópu. Sýningin kynnir MSCA-rannsóknarverkefni í gegnum gagnvirkar tilraunir og leiki og gefur nemendum tækifæri til að hitta vísindamenn og fræðast um starfstækifæri í vísindum.

 

Á skólaárinu geta kennarar líka farið á Science is Wonderful! gagnagáttina, sem er með úrval af áhugaverðum verkefnum fyrir nemendur, þróuð af MSCA-vísindamönnum.

 

„Expertiment for the Classroom“ keppni


Ef þú ert kennari eða vísindamaður með hugmynd um hvernig hægt er að vekja áhuga nemenda á rannsóknum og vísindum geturðu unnið með öðrum við að búa til námsefni í gegnum keppnina „Expertiment for the Classroom“, sem er skipulögð af Science is Wonderful! verkefninu. Saman getið þið búið til verkefni, til dæmis tilraun, spurningakeppni eða leik með vísindalegt notagildi.

 

Framkvæmdastjórn ESB mun láta framkvæma þrjár efstu tillögurnar og þýða þær á nokkur ESB-tungumál. Einnig verða þær kynntar ítarlega á vefsvæði Science is Wonderful!

 

Vinningshafarnir fá ókeypis ferðalag og gistingu til Brussel með nemendum sínum til að koma á næstu Science is Wonderful! sýningu í mars 2023, sem gefur þeim einstakt tækifæri til að hitta 100 vísindamenn frá öllum hornum Evrópu. Einnig gæti eitthvað óvænt verið í boði fyrir aðrar tillögur.

 

Hefurðu áhuga á að taka þátt? Farðu á vefsvæðið til að fá frekari upplýsingar. Skráning er opin til 1. desember 2022.

 

 

Additional information

 • Education type:
  School Education
 • Target audience:
  Head Teacher / Principal
  Student Teacher
  Teacher
  Teacher Educator
 • Target audience ISCED:
  Primary education (ISCED 1)
  Lower secondary education (ISCED 2)
  Upper secondary education (ISCED 3)

Tags

Events
Science

School subjects

Chemistry
Natural Sciences
Physics

Key competences

Science