Skip to main content
European School Education Platform
News item

Girls Go Circular: efling stúlkna í vísindum og tækni

Girls Go Circular er ókeypis fræðsla á netinu með það markmið að hjálpa að minnsta kosti 40.000 skólastúlkum á aldrinum 14–19 að öðlast stafræna kunnáttu og frumkvöðlahæfileika fyrir árið 2027.
young girl
Adobe Stock / metamorworks

Þetta verkefni er hluti af áætlun framkvæmdastjórnar Evrópu, European Digital Education Action Plan, og miðar að því að hjálpa við að brúa kynjabilið í stafrænum greinum og frumkvöðlastörfum í Evrópu.

 

Circular Learning Space (CLS) er vettvangur verkefnisins á netinu sem inniheldur námskeið sem fjalla um málefni sem varða hringrás í hagkerfinu, til dæmis málmar, plast, sjálfbær tíska eða raftæki. Námskeiðin hvetja nemendur til að nota stafræn verkfæri til að ljúka við verkefnin. Áhersla á hagkerfi með hringrás eflir nemendur í að verða áhrifavaldar til breytinga í félagsvistfræðilegum umskiptum.

 

Yfir 14.000 nemendur og kennarar hafa tekið þátt í verkefninu frá því að það var sett af stað árið 2020. Það er nú aðgengilegt á 12 evrópskum tungumálum og verður þýtt á 12 ESB-tungumál til viðbótar á næstu tveimur árum.

Af hverju er það mikilvægt?

 

Samkvæmt Women in Digital stöðutöflu framkvæmdastjórnarinnar 2021 eru konur einungis einn þriðji þeirra sem útskrifast í STEM greinum og 19% sérfræðinga í upplýsinga- og samskiptatækni. Það er nauðsynlegt að brjóta niður staðalímyndir um kynin og vekja athygli á þeim tækifærum sem STEM greinar hafa að bjóða til að breyta núverandi viðhorfi til stafrænna atvinnugreina og STEM greina hjá stúlkum og ungum konum.

Hver er ávinningurinn fyrir kennara?

 

Með hjálp Girls Go Circular getur þú:

  • lagt þitt af mörkum til markmiða ESB um kynjajafnrétti með því að gefa stúlkum aukna stafræna færni og frumkvöðlahæfileika;
  • hjálpað nemendum að skilja hlutverk STEM greina í að sigrast á áskorunum í kringum sjálfbærni;
  • rætt kynjajafnrétti við nemendur og hjálpað þeim að skilja mikilvægi þess að brúa kynjabilið.

 

Hér má sjá frásögn kennara:

 

 

 

Hvernig tek ég þátt?

CLS er opið verkfæri – allir geta stofnað reikning og byrjað að læra. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að taka þátt má finna í leiðarvísinum fyrir kennara.

 

Additional information

  • Education type:
    School Education
  • Target audience:
    Government staff / policy maker
    Head Teacher / Principal
    ICT Coordinator
    Student Teacher
    Teacher
    Teacher Educator
  • Target audience ISCED:
    Primary education (ISCED 1)
    Lower secondary education (ISCED 2)
    Upper secondary education (ISCED 3)