Skip to main content
European School Education Platform
News item

Kastljós á Pathways to School Success á fimmtu evrópsku menntaráðstefnunni

Fimmta evrópska menntaráðstefnan var haldin 1. desember 2022, en hún leiddi saman fulltrúa ungmenna og meðlimi mennta- og þjálfunarsamfélagsins úr Evrópusambandinu til að greina fyrri árangur og framtíðarskref til að tækla núverandi áskoranir í menntun.
European Commission Education Summit 2022 (banner)

Heiti ráðstefnunnar var „Bright Young Minds“ og gaf fulltrúum ungmenna tækifæri til að leggja sitt af mörkum til pallborðsumræðna. Helstu viðfangsefnin voru inngilding og vellíðan í menntun, umbætur á seiglu menntakerfa og að veita ungu fólki þá færni sem nauðsynleg er til að ná stafrænum og grænum umskiptum. Einnig var aðlögun nemenda frá Úkraínu að menntakerfum í aðildarríkjum ESB ofarlega á baugi.

 

Pathways to School Success“, sem er forystuverkefni Evrópska menntasvæðisins, var þungamiðja umræðunnar. Verkefnið miðar að því að stuðla að betri námsárangri fyrir alla nemendur, óháð persónulegum aðstæðum eða fjölskyldu-, félagshagfræðilegum og menningarlegum bakgrunni. Aðgerðir eru meðal annars að draga úr lökum námsárangri í grunnfærni og auka námsárangur á unglinga- og framhaldsstigi.

 

Pallborðsumræður einblíndu á mikilvægi þess að skoða menntun á heildrænan hátt, sameina þátttöku, árangur og vellíðan í skólum og þörfina fyrir kerfisbundnar nálganir á öllum stigum til að auka möguleika nemenda á árangri í skóla og í vinnu.  Samstaða var um að þörf sé á nálgun kerfis og skóla í heild sinni, þar sem allir hlutaðeigandi hagsmunaaðilar (nemendur, kennarar, foreldrar, skólar, sveitarfélög o.s.frv.) taki virkan þátt í ákvarðanatökuferlinu. Einnig þarf að forgangsraða vönduðu grunnnámi og símenntun fyrir kennara.

 

Í lokaorðum ráðstefnunnar lagði Mariya Gabriel, framkvæmdastjóri á sviði nýsköpunar, rannsókna, menningar, menntunar og æskulýðsstarfs, áherslu á mikilvægi þess að vinna saman og deila sérfræðiþekkingu til að ná sameiginlegum markmiðum.

 

Hægt er að horfa aftur á ráðstefnuna eða lesa skýrsluna í heild sinni á síðu viðburðarins.

 

Einnig er hægt að fylgjast með áhugaverðum samræðum um þetta efni á Twitter undir myllumerkinu #EduSummitEU.

 

Additional information

  • Education type:
    School Education
  • Target audience:
    Government staff / policy maker
    Head Teacher / Principal
    Teacher

Key competences