Skip to main content
European School Education Platform
News item

Gæðamat á menntun og umönnun ungra barna: Markmið og grundvallarreglur

Til að öll börn hafi fullt gagn af menntun og umönnun snemma á lífsleiðinni er nauðsynlegt að sú þjónusta sé af háum gæðum. Þetta verður að tryggja með skilvirku eftirlits- og matskerfi.
Working around a table
Image: European Commission

Fyrsta skýrsla evrópska vinnuhópsins um menntun og umönnun ungra barna lítur á tilgang, gildi og grundvallargreglur sem ætti að leiðbeina ákvörðunaraðilum þegar þeir setja upp eftirlits- og matskerfi.

 

Í fyrsta lagi undirstrikaði vinnuhópurinn þrjú meginatriði tilgangs þess að vera með eftirlits- og matskerfi, sem þurfa að vera í jafnvægi.

 

•        Gæðaeftirlit: til að tryggja að gæðastaðlar séu uppfylltir á svæðis- og landsvísu.

•        Gæðaumbætur: til að ýta undir þróun í mennta- og umönnunargeiranum og ná meira samræmi og jöfnuði í tækifærum í öllu kerfinu.

•        Stefnuþekking: til að upplýsa stefnumótendur og almenning um skilvirkni mennta- og umönnunarkerfisins.

 

Hópurinn heldur því einnig fram að gildi menntunar og umönnunar ungra barna, sem lýst er í evrópska gæðarammanum, ættu að liggja til grundvallar eftirlits- og matsstarfsemi.

 

•        Skýr mynd og rödd barnsins.

•        Menntun og umönnun sem samtvinnaðir þættir í kennslufræðum fyrir ung börn.

•        Fagmenntun starfsfólks og vellíðan.

•        Þátttaka foreldra, sem mikilvægustu samstarfsaðilarnir í veitingu menntunar og umönnunar, er nauðsynleg.

•        Inngilding sem óaðskiljanlegur þáttur í hágæða menntunar- og umönnunarkerfi.

•        Sýn á menntun og umönnun sem almannaheill.

 

Þessi gildi ættu síðan að vera til grundvallar grundvallarreglna í starfsemi eftirlits- og matskerfa.

 

•        Lýðræðislegt og þátttökuhvetjandi,

•        Ábyrgt og gagnsætt,

•        Áhrifaríkt og styðjandi,

•        Heildrænt og inngilt,

•        Samhengisbundið og móttækilegt,

•        Réttlátt og mótsagnalaust.

 

 

 

Að lokum greindi vinnuhópurinn nokkrar áskoranir, t.d. eftirlits- og matsþreytu, tímaskort meðal starfsfólks í menntun og umönnun ungra barna og of mikla áherslu á gæðaeftirlit frekar en gæðaumbætur. Skýrslan veltir einnig fyrir sér kostum og göllum við að birta eftirlits- og matsniðurstöður og bendir á nokkrar hugmyndir um hvernig megi forðast þannig gildrur.

 

Vinnuhópurinn einbeitir sér nú að samstarfi milli mismunandi stjórnunarstiga og aðila sem taka þátt í eftirlits- og matsferlum og áætlar að gefa út næstu skýrslu sína vorið 2023.

 

 

 

Additional information

  • Education type:
    Early Childhood Education and Care
  • Target audience:
    Government staff / policy maker
    Head Teacher / Principal
    Student Teacher
    Teacher
    Teacher Educator
  • Target audience ISCED:
    Early childhood education (ISCED 0)