Skip to main content
European School Education Platform
News item

eTwinning þema ársins 2023: Nýsköpun og menntun – verum skapandi með eTwinning

eTwinning þema fyrir árið 2023 mun snúast um sambandið á milli „nýsköpunar“ og „menntunar“.
Annual Theme 2023

Með samþykkt á nýrri evrópskri nýsköpunaráætlun árið 2022 er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að staðsetja Evrópu í fararbroddi hinnar nýju, alþjóðlegu bylgju djúptækninýsköpunar og sprotafyrirtækja.


„Nýja evrópska nýsköpunaráætlunin mun tryggja að frumkvöðlar, sprotafyrirtæki og minni fyrirtæki á stækkunarstigi (e. scale-ups) og nýstárleg fyrirtæki þeirra geti orðið leiðandi í nýsköpun á heimsvísu. Í rúmt ár höfum við ráðfært okkur við hagsmunaaðila eins og leiðtoga í nýsköpunarvistkerfum, sprotafyrirtæki, einhyrningsfyrirtæki, kvenkyns stofnendur, konur sem starfa við áhættufjármögnun, háskóla og fyrirtæki. Saman munum við gera Evrópu að alþjóðlegri driffjöður fyrir djúptækninýsköpun og sprotafyrirtæki,“ sagði Mariya Gabriel, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins á sviði nýsköpunar, rannsókna, menningar, menntunar og æskulýðsstarfs.

 

Menntun er í fararbroddi í þessari evrópsku „driffjöður“ þar sem frumkvöðlar framtíðarinnar, nánar tiltekið nemendur, búa sig undir að komast inn á afar samkeppnisharðan vinnumarkað. Það er því afar mikilvægt fyrir kennara að kanna allt litróf nýsköpunarþátta, eins og þrautseigju, snemmgreiningu á námsþörfum, öflugt skipulag hópnáms, ráðleggingar um námsúrræði og stuðning við aðlögun nemenda.

 

Menntun er miðpunktur skipulagningar, uppbyggingar og innleiðingar nýstárlegra kennsluaðferða, auk þess að hlúa að hæfileikum. Menntun gegnir einnig lykilhlutverki við þróun, miðlun og áttun á möguleikum þekkingar og nýsköpunar.


Nýsköpun er margþætt, jafnvel þótt hún sé ekki auðmælanleg. Hér að neðan eru nokkur dæmi um nýsköpun sem eTwinning mun stuðla að á árinu 2023.

 

  • Félagsleg nýsköpun í skólum: Sköpun rýmis fyrir tillögur nemenda um hvernig eigi að aðlaga skóla með því að gefa tjáningu og hugmyndum nemenda meira vægi og samþætta áherslur þeirra og þarfir betur. 
  • Andleg og tilfinningaleg vellíðan í skólum: að draga úr vægi strangrar námskrár og auka áherslu á tengsl við samfélagið, líðan nemenda og kennara og leggja áherslu á námsmiðaða, hæfnimiðaða, skapandi nálgun (helst nálgun sem helst í hendur við evrópska LifeComp rammann).  
  • Nýsköpun í menntun: afturhvarf til sókratísku aðferðarinnar, sköpun, og að hjálpa nemendum að móta sínar eigin skoðanir, tala opinberlega og framfylgja og ímynda sér sína eigin framtíð. Skólar ættu að hjálpa nemendum að þróa gagnrýna hugsun og tjá skapandi skoðanir sínar. Þetta krefst ekki stafrænna verkfæra, heldur tíma til að ræða og hugsa. 
  • Tengsl við staðbundin samtök: rekstur á starfsemi með staðbundnum samtökum getur boðið nemendum upp á mikla menntunarmöguleika og reynslu.
  • Þátttaka í nýsköpun og lykilviðfangsefnum nýsköpunar (gervigreind og sýndarveruleiki eru aðeins nokkur dæmi) og þátttaka í siðferðilegum leiðbeiningum um gervigreind og gögnum sem notuð eru í kennslu og námi, hægt er að fella það inn sem aðgerð í aðgerðaáætlun um stafræna menntun. 

 
Í lok árs 2023 ætti það að vera mjög ljóst í eTwinning samfélaginu að nýsköpun nær ekki aðeins langt út fyrir notkun á tækni í kennslustofunni, heldur felur hún einnig í sér sköpunargáfu, greiningarhugsun, lausnaleitarfærni og samvinnu.

 

Nýtt ár með nýjum sjóndeildarhring er framundan. eTwinnarar, nýtum það sem best. Verum skapandi með eTwinning!

 

Additional information

  • Education type:
    School Education
  • Target audience:
    Head Teacher / Principal
    Parent / Guardian
    Pedagogical Adviser
    Student Teacher
    Teacher
    Teacher Educator