Skip to main content
European School Education Platform
News item

Hvatning til samstarfs á milli skóla og vísinda

Skólar verða að bæta vísindalæsi nemenda, þar sem heimurinn sem börn alast upp í er sífellt að verða vísindalegra flóknari. Þessi grein fjallar um nokkur verkefni sem hvetja til samstarfs á milli skóla og vísinda og geta gert kennslu í STEM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði stærðfræði) áhugaverðari!
two girls in science class
Adobe Stock / Ann Rodchua

Marie Skłodowska-Curie Actions (MSCA) áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins styður bestu vísindamenn Evrópu og utan hennar, til að þeir geti gert rannsóknir á sviði að eigin vali. Sem hluti af MSCA er European Researchers’ Night skipulagt árlega síðasta föstudaginn í september. Hægt er að varpa hulunni af vísindum og rannsóknum með því að kynna verk vísindamanna í gegnum skemmtileg og fræðandi verkefni. Börn, ungmenni og fjölskyldur fá tækifæri til að hitta sérfræðinga og fræðast um rannsóknir þeirra í gegnum vísindasýningar, verklegar tilraunir, leiki, keppnir og stafræn verkefni.

 

Í ár var verkefnið „Researchers at Schools“ sett á fót til að ýta undir bein samskipti á milli vísindamanna, grunnskóla- og framhaldsskólakennara og nemenda í skólastofunni. Verkefnin geta meðal annars verið kynningar, verklegar tilraunir, heimsóknir á rannsóknarstofu, leikir, umræður og hlutverkaleikir. Skólar í Kiel í Þýskalandi geta „leigt vísindamann“, til dæmis til að halda sérstakan vísindalegan fyrirlestur um þeirra sérsvið.

 

Að lokum, þá mun næsta Science is Wonderful! hátíðin sem fer fram í Brussel í mars 2023 vera með 100 vísindamenn víðs vegar frá Evrópu. Það mun gefa nemendum tækifæri til að tala við leiðandi vísindamenn og frumkvöðla og fræðast meira um vinnu þeirra með áhugaverðum hætti. Science is Wonderful! er einnig með fjölda verkefna fyrir skólastofuna sem vísindamenn hafa sett saman. Ef þú finnur ekki það sem þú þarft, ættirðu að íhuga að taka þátt í Science is Wonderful! keppninni, sem gefur kennurum einstakt tækifæri til að starfa með MSCA vísindamanni og búa saman til námsverkefni. Hægt er að vinna til fjölda verðlauna þannig að skráðu þig fyrir 1. desember 2022!

 

Additional information

  • Education type:
    School Education
  • Target audience:
    Head Teacher / Principal
    ICT Coordinator
    Student Teacher
    Teacher
    Teacher Educator
  • Target audience ISCED:
    Primary education (ISCED 1)
    Lower secondary education (ISCED 2)
    Upper secondary education (ISCED 3)