Skip to main content
European School Education Platform

Innsýn í 2022 Ambassador Professional Development Workshop

News item

Innsýn í 2022 Ambassador Professional Development Workshop

Ambassador Professional Development Workshop (smiðja fyrir fagnám fulltrúa), eða PDW, fer fram árlega til að efla fyrirmyndirnar í eTwinning samfélaginu, fulltrúana. Frá 5. til 7. október fengu fulltrúar að hlusta á fyrirlestra og tóku þátt í smiðjum um málefni á borð við góðar útrásaráætlanir og hvernig hægt er að búa til virk námsrými.
Ambassador PDW

Dagur 1

 

Assi Honkanen, eTwinning Communications Coordinator, hóf PDW í ár með því að minna þátttakendur á að eTwinning er samfélag á netinu sem á sér stað alls staðar; í skólum, á samfélagsmiðlum, á staðarfundum og fjölmörgum öðrum stöðum. Honkanen hvatti reynda eTwinners til að hugsa um hvernig eTwinning er innleitt í skólunum þeirra og nærsamfélögum og hvernig fullkomið eTwinning samfélag lítur út í þeirra huga.

 

Marta Giuliani, eTwinning Community Coordinator, stýrði pallborðsumræðunum, sem snerist einkum um kynningu og dreifingu á eTwinning verkefnum í samfélögum. Þátttakendur í pallborðsumræðunum voru spurðir hvernig þeir kynna eTwinning í skólunum sínum og í samfélaginu, hvaða áskoranir hefðu mætt þeim og hvaða jákvæðu breytingar eTwinning hafði haft í för með sér í skólunum og samfélaginu.

 

Anamaria Dorgo, Forstöðukona Butter Community og stofnandi L&D Shakersflutti fyrsta fyrirlesturinn með áherslu á að rækta netsamfélög og hlúa að þeim. Dorgo notaði gráðurnar sínar í sálfræði og mannauðsstjórnun til að vinna við að stjórna námi og uppbygginu, nánar tiltekið við hönnun námsupplifunar og uppbyggingu samfélags. Dorgo lýsti mikilvægi þess að meðlimir netsamfélagsins ynnu saman og tækju þátt í að stuðla að öryggi og tilfinningu um að samfélagið hefði áhrif. Varðandi eTwinning var því lýst í fyrirlestrinum hvernig samfélög kennara og nemenda geta prófað sig áfram til að bjóða upp á ummyndandi námsupplifanir fyrir meðlimi þeirra. 

 

Dagur 2

 

Fyrirlesarinn Rebecca StonePrincipal Senior Planner and Engagement Specialist, setti tóninn fyrir seinni dag viðburðarins. Stone er hefur unnið til verðlauna fyrir að vera skipuleggjandi og hvatamaður í samfélögum og hún talaði við fulltrúa um hvernig þeir gætu bætt samskipti og útrás með því að miða að því að tengjast við þau sem þeir vilja ná til. Fyrirlesturinn lagði áherslu á mikilvægi þess að sýna andlit sitt og segja  sögurnar á bak við verkefnið. Hún hvatti fulltrúana til að einbeita sér að fólkinu, ekki bara ástæðum eða aðferðum.

 

Eftir inngangsfyrirlesturinn unnu þátttakendur saman í tveimur smiðjum. Smiðjurnar náðu yfir fjölda verkefna, til dæmis hvernig á að vinna með samfélaginu, auðvelda tengingar, hvernig á að stýra vel heppnuðu eTwinning verkefni samkvæmt Quality Label rammanum og leggja áherslu á tilfinningalega vellíðan í gegnum aðferðir til inngildingar.

 

Dagur 3

 

eTwinning fulltrúinnRonan O’Sullivan byrjaði lokadag viðburðarins. O’Sullivan er stærðfræðikennari  hjá Davis College Mallow skólanum á Írlandi og talaði við fulltrúana um mikilvægi þess að hlusta vel til að eiga góð samskipti. Hann hvatti þá til að „bíða eftir að spurningin sé lögð fram áður en þið svarið“. Hann minnti fulltrúana á mikilvægi þess að nota skýrar samskiptaaðferðir sem þurfa að vera heildstæðargagnorðar, og á réttum tíma.

 

Þegar O’Sullivan hafði lokið fyrirlestrinum tóku fulltrúarnir þátt í fleiri smiðjum sem fjölluðu um efni á borð við kennslu á sjálfbærni í verki og virkar námsaðferðir.

 

Eitt af lokaverkefnum viðburðarins voru umræður um deilingu aðferða. eTwinning fulltrúar frá sex ólíkum kennslustigum sögðu frá því hvernig eTwinning verkefni líta út á þeirra kennslustigi. Fulltrúar gáfu þátttakendum gagnlegar hugmyndir um hvernig þeir geta bætt samskipti og byggt upp samfélag á þeirra kennslustigi

Additional information

  • Education type:
    Early Childhood Education and Care
    School Education
    Vocational Education and Training
  • Target audience:
    Head Teacher / Principal
    Student Teacher
    Teacher
    Teacher Educator
  • Target audience ISCED:
    Early childhood education (ISCED 0)
    Primary education (ISCED 1)
    Lower secondary education (ISCED 2)
    Upper secondary education (ISCED 3)

Tags

eTwinning community