Skip to main content
European School Education Platform

eTwinning

Overview

Photo of people with arms around each other

Með því að ganga til liðs við eTwinning verða kennarar og annað skólastarfsfólk hluti af „Samfélagi fyrir skóla í  Evrópu“ og njóta aðgangs að alls kyns tækifærum.

 

Starfaðu með og fáðu innblástur frá samstarfsfólki í Evrópu

Í eTwinning skipuleggja kennarar og stjórna starfsemi á netinu og á efnislegum stað með nemendum sínum, ásamt kollegum frá löndum sem taka þátt í Erasmus+ áætluninni. Þeir taka þátt í samstarfsverkefnum með stuðningi TwinSpace umhverfisins. Landskrifstofur bera ábyrgð á samþykkt á skráningu notenda sem vilja verða eTwinnarar. Þær halda netvanginum þannig öruggum og veita stuðning og leiðsögn ásamt því að viðurkenna störf kennara með innlendum og evrópskum gæðamerkjum. Árlega eTwinning bókin hefur að geyma nýstárlegustu verkefnin. Framúrskarandi verkefni eru verðlaunuð með Evrópuverðlaunum eTwinning og verða hluti af verkefnagalleríinu.

 

Deildu með jafningjum

eTwinning samfélagið samanstendur af þúsundum kennara og menntaaðila sem hafa áhuga á inngildum skólum, notkun upplýsinga- og samskiptatækni á áhrifaríkan hátt og að nýta 21. aldar færni til hins ítrasta. eTwinnarar hittast og tengjast á netinu, í skólanum, á eTwinning viðburðum og ráðstefnum og hvar sem þeir geta veitt öðrum kennurum innblástur um hvernig hægt sé að mennta nemendur betur. Á netvanginum European School Education Platform býður eTwinning svæðið upp á verkefnasett, æfingardæmi, umsagnir og netumhverfi þar sem eTwinnarar geta haft samskipti, búið til verkefni, deilt og lært saman á sínum hraða í samræmi við áhugamál sín.

 

Auktu hæfni þína með öðrum

Ævinám er nauðsynlegt fyrir kennara og meðlimir eTwinning samfélagsins njóta ávinnings af netvinnustofum, stuttum og löngum netnámskeiðum (þar á meðal opnum fjöldanámskeiðum), sjálfskennsluefni, ráðstefnum og öðrum starfsþróunartækifærum á efnislegum stöðum þar sem þeir hitta sérfræðinga á mörgum sviðum og bæta hæfni sína. Þessir viðburðir gera kennurum einnig kleift að tengjast, læra saman og vera hluti af sama samfélaginu.

 

eTwinning veitir kennaranemum einnig stuðningstækifæri við upphaf starfsferilsins.

 

Styddu og fagnaðu

Eins og öll samfélög heldur eTwinning lykilviðburði. Árlegt þema er í brennidepli tveggja netherferða – á vorin og haustin – þar sem eTwinnarar deila hugmyndum, skipuleggja verkefni, framleiða efni og læra saman. Og þann 9. maí á hverju ári fagnar samfélagið Evrópudeginum sem eTwinning degi með viðburðum sem gefur eTwinnurum þá tilfinningu að þeir tilheyri einhverju sérstöku, hvar sem þeir eru.

 

Vertu málsvari

eTwinning sendiherrar eru máttarstólpar samfélagsins. Þeir eru valdir á landsvísu, veita þjálfun og stuðning og deila orku sinni og eljusemi, sem hjálpar eTwinning að vaxa með degi hverjum. Fáðu upplýsingar hjá landskrifstofunni þinni um hvernig eigi að gerast sendiherra!

 

Skólarnir sem hljóta eTwinning skólamerkið eru fyrirmyndir þeirra grundvallarreglna sem blása eTwinning í brjóst; sameiginleg forysta, samvinna og samnýting, nemendur sem fulltrúar breytinga, inngilding og kennslufræðilegar nýjungar. Fylgstu með til að sjá hvenær opnar fyrir umsóknir!

 

Hver sem er getur orðið eTwinning sendiherra og hvaða skóli sem er getur hlotið eTwinning skólamerki.

 

Svona gengur þú til liðs við eTwinning

Skráðu þig sem notandi í dag á European Education Platform með ESB-innskráningu (aðgangur hér) og biddu landskrifstofu í því landi sem skólinn þinn er í um staðfestingu á því að þú sért eTwinnari. 

 

Hvað býður eTwinning netvangurinn upp á?

eTwinnarar geta myndað tengsl, deilt og unnið með öðrum skráðum eTwinnurum og skólum með því að tengjast í gegnum samfélagsmiðlaeiginleika sem eru í boði, og með því að taka þátt í herbergjum, eTwinning hópum og evrópskum verkefnum.

 

  • Herbergi eru örhópar sem gera eTwinnurum kleift að taka þátt í myndspjallsfundum sem studdir eru af umræðusvæði og skráasafni.
  • eTwinning hópar eru sýndarstaðir þar sem eTwinnarar hittast og ræða tilteknar námsgreinar, umræðuefni, eða önnur áhugasvið. Sérstakir hópar eru hópar sem skipulagðir eru af miðlægri stuðningsþjónustu og stjórnað af reynslumiklum eTwinnurum.
  • eTwinning verkefni eru meðal annars verkefni um mismunandi efni og lykilhæfni með tveimur eða fleiri kennurum og nemendum þeirra. Hvert verkefni hefur sitt eigið TwinSpace, en það er ókeypis og öruggur netvangur sem aðeins er aðgengilegur öðrum eTwinnurum í verkefninu, ásamt gestum og nemendum sem þú velur.

 

eTwinnarar geta einnig tekið þátt í starfsþróunartækifærum á netinu sem European School Education Platform skipuleggur. Sum þessara tilboða verða sérsniðin að ákveðnum áhugamálum og þörfum eTwinnara og aðeins aðgengileg þeim.

 

  • Stutt netnámskeið eru öflug og skemmtileg og kynna ákveðið efni fyrir kennurum, örvar hugmyndir og hjálpar þeim að móta hæfni og færni.
  • Opin fjöldanámskeið (e. Massive Open Online Courses, MOOCs) eru 4-6 vikur að lengd og krefjast 12-25 klukkustunda námstíma á því tímabili. Þátttakendum er velkomið að vinna verkefnin á tíma sem hentar þeim best meðan á námskeiðinu stendur. Vottorð er í boði eftir að námskeiðinu er lokið farsællega.
  • Netvinnustofur eru klukkustundalangir myndspjallsfundir í beinni þar sem kennarar hafa tækifæri á að læra um og ræða ýmis þemu.
  • Netvinnustofuröð eru tvær vinnustofur sem tengjast gagnvirkri starfsemi á netinu.
  • Netráðstefnur og -viðburðir eru hönnuð fyrir og tileinkuð tilteknum markhópi og þemum.

 

Getur þú ekki gengið til liðs við eTwinning?

Aðeins skólastarfsfólk má ganga til liðs við eTwinning samfélagið. Ef þú ert ekki starfskraftur við skóla geturðu engu að síður skoðað og tengst öðrum hlutum European School Education Platform þér að kostnaðarlausu. Uppgötvaðu öll þessi tækifæri hér. eTwinnarar geta boðið fólki sem ekki eru eTwinnarar í tiltekin verkefni.