Skip to main content
European School Education Platform

Evrópuverðlaun eTwinning

Evrópuverðlaun eTwinning

Evrópuverðlaun eTwinning eru æðsti heiðurinn sem kennarar og nemendur geta fengið fyrir framúrskarandi störf í eTwinning.

Evrópuverðlaun eTwinning eru hönnuð til að verðlauna framúrskarandi evrópsk eTwinning verkefni og gera þau eins sýnileg og hægt er. Markmiðið er að bera kennsl á, fagna og styrkja nýstárlegar kennsluaðferðir. Þau eru framtak framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fjármögnuð af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.

 

eTwinning verkefni efla samstarf í námi: nemendur læra hver af öðrum, hafa samskipti og finna þannig fyrir ábyrgð á sínu eigin námi. Til að búa til evrópskt eTwinning verkefni þarf þátttöku að lágmarki tveggja kennara frá mismunandi löndum.

 

Flokkar

 

Frá og með 2021 skiptist aðalflokkur Evrópuverðlauna eTwinning í fimm hluta:

 

  • Aldursflokkur fyrir menntun og umönnun ungra barna (e. ECEC): Fyrir öll verkefni sem unnin voru aðallega með nemendum allt að sex ára aldri.
  • Aldursflokkur fyrir nemendur á aldrinum 7-11 ára - Fyrir öll verkefni sem unnin voru aðallega með nemendum í þessum aldurshópi.
  • Aldursflokkur fyrir nemendur á aldrinum 12-15 ára - Fyrir öll verkefni sem unnin voru aðallega með nemendum í þessum aldurshópi.
  • Aldursflokkur fyrir nemendur á aldrinum 16-19 ára - Fyrir öll verkefni sem unnin voru aðallega með nemendum í þessum aldurshópi.
  • Verkefni í grunnstarfsmenntun og -þjálfun (IVET) - Fyrir öll verkefni sem aðallega voru unnin af kennurum sem starfa hjá starfsmenntastofnun og á sama tíma sjá um námsgreinar eða -efni starfsmenntaáætlunar.

 

Athugið: Ef fleiri en einn aldurshópur tekur þátt í verkefni er aðeins hægt að sækja um í einum flokki.

 

Á hverju ári má Landskrifstofan einnig skipuleggja verðlaun í sérstökum flokki sem er sameiginlega fjármagnaður af Erasmus+ áætluninni. Kennarar mega einnig senda verkefni í einn slíkan flokk, ef hann er til staðar, með umsóknareyðublaði.

 

Árið 2021 var sérstökum flokki bætt við Evrópuverðlaun eTwinning á sviði grunnstarfsmenntunar og verða verðlaun veitt í þeim flokki árið 2022. Þessi verðlaun verða veitt með öðruvísi valferli, sem birt verður eins fljótt og hægt er. 

 

Val og verðlaun

 

Verðlaunuð verkefni eru valin og tilnefnd í samstarfi við Landskrifstofuna, sem tekur þátt í mótun þessa framtaks. Ítarleg lýsing á öllum skrefum valferlisins er að finna á þessari síðu.

 

Verðlaunin eru venjulega veitt á árlegu eTwinning ráðstefnunni. Að auki er einnig hægt að skipuleggja staðbundna verðlaunaviðburði með samþykki sigurskólanna. 

 

Frekari upplýsingar um lokaverðlaunin er að finna á þessari síðu.